Myndskreyttur leynimatseðill sem gestir taka með sér heim Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2022 15:05 Hér má sjá mynd af bakhlið leynimatseðils. Aðsend Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa tekið höndum saman og unnið að matseðli í sameiningu. Hver matseðill er myndskreyttur og númeraður og kemur þar að auki aðeins í hundrað eintökum. Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn. Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr. Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót. Reykjavík Veitingastaðir Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið
Þegar matseðlarnir hundrað hafa horfið af stöðunum kemur einfaldlega glænýr matseðill, með nýju listaverki og nýjum réttum, í staðinn. Verkefnið nýja er gert í samstarfi við listamanninn BMOE sem sér um að skreyta bakhlið „leynimatseðilsins.“ Listamaðurinn er ungur og upprennandi en hann vinnur mestmegnis við götulist og gerir þar að auki húðflúr. Kjúklingastaðurinn CHIKIN er tiltölulega nýr af nálinni en veitingastaðinn Prikið kannast flestir við enda verið starfræktur í miðborg Reykjavíkur síðan 1951. Nágrannastaðirnir eru beint hvor á móti öðrum og hafa unnið náið saman síðan hinum fyrrnefnda var komið á fót.
Reykjavík Veitingastaðir Myndlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið