Átján mánaða fangelsi fyrir ítrekað ofbeldi gegn fjórum dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 14:20 Héraðsdómur Reykjaness. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi og illa meðferð á fjórum dætrum sínum síðustu ár. Kona hans og móðir stúlknanna var dæmd í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Dómur í málinu var birtur í gær en þar er lýst hrottalegu líkamlegu og andlegu ofbeldi sem maðurinn hafi beitt stúlkurnar; slegið þær með belti, herðatré og margítrekað kúgað þær til hlýðni með ógnandi framkomu og kallað þær ljótum nöfnum - oft í viðurvist móðurinnar eða systranna. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir ofbeldi í nánu sambandi gegn þáverandi eiginkonu sinni með því að hafa ítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum, meðal annars með því að hafa margoft, jafnan oft í viku, hrækt á hana, öskrað á hana og ýtt henni, ásamt því að beita dætur þeirra margoft líkamlegu ofbeldi í hennar viðurvist, Í dómi héraðsdóms er, auk ofbeldisins, því lýst hvernig maðurinn reyndi að hafa áhrif á vitnisburð elstu dótturinnar eftir að hún var komin á fósturheimili líkt systur hennar. Það gerði hann með því að aka ítrekað fram hjá fósturheimili hennar og senda henni ógnandi skilaboð. „Manstu þetta ennþá“, „Hvar ertu“, „Ég veit hvar þú ert“, „Kíktu út í glugga eftir 15 mínútur, þá sérðu mig fyrir utan“ og „bara þú veist og ég segi þetta aftur, ég kem í draumana þína, ég kem innundir buxurnar þínar, ég veit allt um þig og er að fylgjast með þér,“ sagði maðurinn meðal annars í smáskilaboðum. Skilaboðin voru upphaflega á arabísku, móðurmáli fjölskyldunnar. Flúðu land vegna samkynhneigðar Þá segir í dóminum að maðurinn hafi flutt hingað til lands árið 2016 og sótt um alþjóðlega vernd og fjölskyldusameiningu. Mæðgurnar fluttu síðan til landsins árið 2018. Fyrir dómi sögðust foreldrarnir hafa neyðst til að flýja heimaland sitt, nafn hvers er ekki í dóminum, vegna ofsókna sem fjölskyldan varð fyrir vegna samkynhneigðar fjölskylduföðurins. Þannig hafi fjölskyldumeðlimir hans meðal annar kveikt í heimili þeirra. Maðurinn átti sér engar málsbætur. Dómurinn leit svo á að maðurinn ætti sér engar málsbætur og var hann því dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Litið var til þess við ákvörðun refsingar móðurinnar að hún hafi sjálf verið þolandi viðvarandi heimilisofbeldis mannsins og því hlaut hún vægari sex mánaða dóm en fullnustu refsingar er frestað. Faðirinn var jafnframt dæmdur til að greiða þremur dætrum sínum miskabætur upp á 2,5 milljónir króna hverri. Yngstu dótturinni þarf hann að greiða 1,5 milljón króna. Móðirin greiðir eldri dætrum sínum 800 þúsund krónur hverri en bótakröfu yngstu dótturinnar gegn henni var vísað frá dómi. Faðirinn var dæmdur til að greiða um 4,5 milljónir króna í málskostnað en móðirin um 2,7 milljónir. Foreldrarnir bera óskipt greiðslu réttargæslumanns dætranna, um 1,3 milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa í heild sinni hér. Rétt er að vara viðkvæma lesendur við ítarlegum lýsingum af grófu ofbeldi í dóminum.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira