„Kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. janúar 2022 12:07 Frá vettvangi í gær. Engan sakaði alvarlega. Aðsend Björgunarsveitarfólk þurfti að handlanga gríðarlegt magn af frosnum fiski úr flutningabíl sem valt á hliðina norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ seint í gærkvöld, þar sem ekki var hægt að afferma bílinn með eðlilegum hætti. Aðgerðir stóðu yfir frá klukkan 23 í gærkvöld til um sjö í morgun, í myrkri og óveðri. „Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg. Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
„Það var gríðarlega mikill fiskur í bílnum og aðstæður ekki þær bestu. Það var hálka til að byrja með en svo var saltað á svæðinu. Það þurfti að koma verðmætunum úr bílnum, sem var þarna á hlið fyrir utan veginn, og koma þeim á bretti og í kör. Það tók tíma en gekk mjög vel, við vorum bara í röð og réttum á milli en höfðum gaman að og kölluðum þetta bara líkamsrækt dagsins,” segir Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, björgunarsveitarmaður hjá Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Flutningabíllinn valt á hliðina eftir að hafa rekist utan í fólksbíl vegna hálku. Bílstjórinn var fluttur með minniháttar áverka á slysadeild en ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Sigurbjörg segir að aðgerðirnar hafi vissulega reynst þolraun en að þær hafi gengið vel. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til og þegar mest lét voru um þrjátíu manns að störfum. „Þetta fór að taka í eftir smá tíma enda voru margir sem stóðu þarna í nokkra klukkutíma, og voru komnir þarna á færibandið eins og þeir hefðu einhvern tímann unnið við slíkt,“ segir hún. „Stemningin við að koma heim eftir útkallið var svolítið svoleiðis, að taka öll fötin og setja í þvottavél til að losna við fiskilyktina. Það var allavega þannig fyrir mig, að rifja upp þá tíma sem maður vann í fiskvinnslu sjálfur.“ Allt kapp var lagt á að bjarga því sem bjarga var en óljóst er hversu mikill fiskur skemmdist. „Það var eitthvað sem fór á hliðina og úr þessum kössum, en það sem við sáum var tiltölulega lítið miðað við það sem maður hefði búst við, þannig að það var mjög mikil verðmætabjörgun í þessari aðgerð,” segir Sigurbjörg.
Björgunarsveitir Mosfellsbær Tengdar fréttir Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50 Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Flutningabíll fullur af fiski valt á hliðina Flutningabíll fullur af fiski endaði utan vegar eftir árekstur í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Ökumaður flutningabílsins var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. 8. janúar 2022 07:50
Árekstur flutningabíls og fólksbíls í Mosfellsbæ Flutningabíll og fólksbíll skullu saman í Mosfellsbæ rétt í þessu með þeim afleiðingum að flutningabíllinn endaði á hliðinni utan vegar. 7. janúar 2022 20:08