Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 16:06 Þórður Már Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Festi vegna ásakana um kynferðisbrot. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?