Biden segir Trump ógn við lýðræðið Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 14:14 Joe Biden með þeim Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtogum Demókrataflokksins. AP/Stefani Reynolds Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar í dag að marka það að ár er liðið frá því stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, réðust á þinghúsið. Það gerðu þau með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Í ræðu sinni ætlar Biden að kalla Trump ógn gegn lýðræðinu, fara yfir hvað gerðist fyrir ári síðan og segja Bandaríkjamenn þurfa að lifa eftir sannleikanum, ekki lygum. „Nú þurfum við að ákveða hvurslags þjóð við ætlum að vera,“ sagði Biden í dag samkvæmt AP fréttaveitunni. „Ætlum við að vera þjóð sem sættir sig við að pólitískt ofbeldi verði almennt? Ætlum við að verða þjóð þar sem pólitískir embættismenn snúa við löglegum vilja þjóðarinnar? Ætlum við að vera þjóð sem lifir ekki við ljós sannleikans heldur í skugga lyga? Við getum ekki leyft okkur að vera slík þjóð. Leiðin fram á við er að horfast í augu við sannleikann og lifa eftir honum.“ Hlusta má á ræður Kamöllu Harris, varaforseta, og Bidens hér að neðan. Ræða Bidens hefst eftir rúmar ellefu mínútur. Þrátt fyrir að þingmenn Repúblikanaflokksins gagnrýndu margir Trump í kjölfar árásarinnar virðast þeir allir hafa skipt um skoðun en ekki einn leiðtogi flokksins hefur sagt að hann ætli að taka þátt í athöfninni í dag. Tveir þeirra svöruðu fyrirspurnum Washington Post og sögðust vera annarsstaðar í landinu. Aðrir svöruðu ekki. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene, sem eru bæði ötulir stuðningsmenn Trumps, ætla að halda blaðamannafund í dag vegna athafnar þingsins. Þau hafa bæði lýst því yfir að fólki sem tók þátt í árásinni á þingið hafi verið föðurlandsvinir og hafa þau einnig tekið undir lygar Trumps um að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Því hefur Trump ítrekað haldið fram en á einu ári hafa engar vísbendingar litið dagsins ljós sem gefa í skyn að hann hafi rétt fyrir sér. Fjölmargar rannsóknir og dómsmál hafa skilað sömu niðurstöðum. Löng og ítarleg rannsókn AP fréttaveitunnar í þeim sex ríkjum sem Trump hefur beint hvað mestri athygli að sýndi fram á 475 tilfelli kosningasvindls. Í nánast öllum tilfellum var um einstaklinga að ræða og voru lang flest atkvæðin ekki talin. Þegar blaðamenn AP höfðu samband við Trump í vegna rannsóknarinnar í byrjun desember endurtók hann mikið af því sem hann hefur sagt áður. Þar að auki bætti hann við að „bráðum“ yrði gefin út skýrsla sem myndi sýna fram á að hundruð þúsund atkvæða hefðu verið greidd ólöglega. Hann vildi ekki segja hvaðan þessi skýrsla ætti að koma að öðru leyti en hún væri frá heimildarmanni sem hann treysti.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Donald Trump Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira