Forsíðufyrirsögnin: „Þyngdist um 15 kíló og hefur aldrei litið betur út” Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 6. janúar 2022 13:31 Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Fjölmiðlar Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í upphafi hvers árs fara þættir um mataræði og heilsu (þá aðallega heilsu tengda við vigt) að verða fyrirferðamiklir í sjónvarpinu og aðrir miðlar birta viðtöl við fólk (aðallega konur) sem hafa misst einhvern fjölda kílóa og eru í hinu svokallaða formi. Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur eina sanna sögu um samskipti mín við einn ákveðinn íslenskan fjölmiðil fyrir nokkrum árum. En þá hafði samband við mig kona úr ritstjórn tímarits sem reglulega birtir forsíðuviðtal við konur með fyrirsögn á borð við "Missti 25kg og hefur aldrei liðið betur" eða "Er 15kg léttari og full af sjálfstrausti". Blaðakonan spurði hvort ég væri til í að koma í forsíðuviðtal og var þá helst með heimsreisu, sem ég fór í 2012, í huga. Mér þótti svo sem vænt um það en sagði við hana að ég hafi eiginlega farið í nógu mörg fjölmiðlaviðtöl um það ævintýri að jafnvel væri komið nóg af því. En ég stakk upp á að ég kæmi í forsíðuviðtal og fyrirsögnin væri að ég hefði þyngst um 15 kg á 10 árum og hefði aldrei liðið tignarlegri og betur í eigin líkama. Hún sagðist ætla að hugsa málið og taka þetta upp á ritstjórnarfundi síðar um daginn og láta mig svo vita. Daginn eftir heyrði hún í mér og sagði ritstjórnina hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessi hugmynd mín stangaðist alveg á við ritstjórnarstefnu tímaritsins og það yrði ekkert úr viðtalinu. Kom mér svo sem lítið sem ekkert á óvart. En það var áhugavert að fá þetta staðfest svart á hvítu. Það er að segja að fitufordómar séu hluti af stefnu heils fjölmiðils. Og þetta tiltekna tímarit er bara eitt af fjölmörgum fjölmiðlum um heim allan sem gera út á það sama. Ég veit ekki hvað ég er þung og ég hef ekki vitað það í mörg ár. Þessi tala hefur miklu oftar meitt mig og dregið mig niður en gert mér gagn. Svo ég hef valið að vita hana ekki né mæla eigin líðan og útgeislun út frá henni. Ég vildi óska að heimurinn myndi hætta að gera mér og okkur öllum svona erfitt fyrir að líða vel í eigin skinni.Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og áhugamanneskja um að sporna gegn fitufordómum.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun