Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2022 11:30 Íslenska landsliðið dvelur í svokallaðri búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest í næstu viku. vísir/vilhelm Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira