Langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt foktengd Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. janúar 2022 07:50 Alls voru útköll björgunarsveitanna um hundrað talsins í gærkvöldi og í nótt. Landsbjörg Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að langflest verkefni björgunarsveitanna í nótt hafi verið foktengd. Ekki hafi verið mikið um útköll á hafnarsvæðum eða tengd sjó. Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þetta segir Davíð Már í samtali við fréttastofu, en mikill stormur geisaði á suðvestanverðu landinu í gærkvöldi og í nótt. Alls sinntu björgunarsveitir um hundrað verkefnum vegna óveðursins. Hann segir að fyrsta útkallið hafi komið um klukkan 22 í gærkvöldi. „Það kom svolítill kúfur til klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum að mestu leyti. Björgunarsveitir voru svo einnig kallaðar út í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn.“ Landsbjörg Hann segir að þetta hafi að langstærstum hluta verið foktengd verkefni. „Það voru lausamunir að fjúka. Það voru sérstaklega tilkynningar um að þakplötur væru að fjúka en um miðnætti vorum við fyrst og fremst að sjá lausamuni að fjúka – ruslatunnur, ruslaskýli, girðingar, grindverk í görðum og svo einhverjar tilkynningar um garðhús og kofum sem voru á einhverri hreyfingu og detta í sundur.“ Landsbjörg Ekki slys á fólki Davíð Már segir að engar tilkynningar hafi borist um slys á fólki og að veðrið hafi nú að mestu gengið niður. „Þetta er orðið rólegra. Þessi kúfur var þarna í kringum miðnætti. Það fór svo að róast á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum í á öðrum tímanum í nótt. Um klukkan fjögur í nótt voru flestir björgunarsveitarmenn komnir í hvíld.“ Landsbjörg Hann segir ennfremur að hann geti ekki séð að björgunarsveitir hafi fengið mikið af verkefnum eða tilkynningum um tjón í grennd við sjó. „En ég veit að hópar fóru reglulega hring um höfnina í Vestmannaeyjum, Suðurnesjum og hérna í borginni. En ég gat ekki séð að það hafi verið mikið af afgerandi verkefnum tengt höfnum eða sjó.“ Landsbjörg
Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. 6. janúar 2022 07:26