Lokasóknin um síðasta leik Stóra Ben: „Að hann skuli vera enn labbandi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:30 Stóri Ben lék sinn síðasta heimaleik í gær. Joe Sargent/Getty Images Pittsburgh Steelers lagði Cleveland Browns í NFL-deildinni í gær. Leikstjórnandinn stórbeinótti Ben Roethlisberger var þar að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Pittsburgh eftir 18 ár hjá félaginu. Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Farið var yfir leikinn og það heilmikla „húllumhæ“ sem fylgdi sigrinum í síðasta þætti Lokasóknarinnar. „Þetta er algjörlega einstakur þessi ferill. Það má ekki gleyma því að þarna er einhver dáðasti – ef ekki dáðasti – sonur í sögu félagsins og þetta er ekkert smá félag. Ben Roth .. er að fara yfirgefa svæðið sem leikjahæsti leikmaður í sögu þess,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson um hinn magnaða Ben Roethlisberger og hélt áfram. „Hann er búinn að vera þarna í 18 ár. Svo skiptir máli að hann er með 90 prósent sigurhlutfall gegn Cleveland, liðinu sem sleppti því að „drafta“ hann á sínum tíma. Hann endar á að taka þá þarna og það hefur svo mikið gengið á. Hann er ekki bara leikjahæstur, þetta er sá leikstjórnandi í sögunni sem oftast hefur verið felldur. Að hann skuli vera enn labbandi … það er alveg á mörkunum reyndar,“ bætti Henry Birgir hlægjandi við. „Þetta er alvöru skrokkur. Hann er búinn að vera Herra Pittsburgh í mörg ár,“ sagði Andri Ólafsson þáttastjórnandi um Stóra Ben. Klippa: Lokasóknin: Að hann skuli vera enn labbandi „Hann var með hjálminn uppi allan tímann eftir leik. Hann var bara að brynja sig fyrir umhverfinu,“ sagði Eiríkur Stefán Ásgeirsson en það var ljóst að Roethlisberger var meyr í leikslok. Í myndbandinu hér að ofan má sjá umræðu Lokasóknarinnar um Roethlisberger sem og viðtal við kappann og fagnaðarlætin í lok leiks er hann kvaddi stuðningsfólk Pittsburgh Steelers. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira