Tryggjum öruggt starfsumhverfi í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 3. janúar 2022 17:30 Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt skólum landsins skýrar línur nú við upphaf ársins 2022. Eðlilegt skólastarf, eins og nokkur kostur er að halda því, er algert forgangsatriði í samfélaginu. Félag framhaldsskólakennara fagnar þessari áherslu og tekur heilshugar undir mikilvægi þess að allt sé gert til þess að stuðla að sem mestum gæðum í skólastarfinu og að námsmarkmið náist þótt aðstæður séu erfiðar. En þetta má ekki gera án þess að tryggja öruggt starfsumhverfi í skólunum. Staða bólusetninga meðal skólafólks í framhaldsskólum er líklega á pari við eða yfir landsmeðaltali. Þó ber að hafa í huga að allstór hluti félagsfólks FF fékk Janssen bóluefnið seint og um síðir, aukaskammt í ágúst og þar af leiðir að örvunarskammtur er ekki í boði fyrr en í febrúar. Það er því ekki óeðlilegt að því fólki þyki það ekki eins vel varið og þau sem hafa fengið sinn þriðja bóluefnisskammt. Ekki má heldur gleyma því að sum okkar hafa alls ekki getað þegið bólusetningu eða teljast til hópa sem ættu með öllum mætti að forðast smit. Félag framhaldsskólakennara treystir því að eiga gott samstarf við mennta- og barnamálaráðherra og skólameistara um öryggi og þarfir þessa hóps. Á þessum tæplega tveimur árum sem kórónufaraldurinn hefur geisað hefur tekist býsna vel að stilla skólastarfi í framhaldsskólum þannig upp að smit hafa haldist í lágmarki innan framhaldsskólanna. Staðan nú þegar ómíkron afbrigðið ríkir er líklega mun snúnari og því hefur aldrei verið mikilvægara að sóttvarnir gangi upp. Fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, grímuskylda, góð loftræsting, sprittbrúsar ávallt við höndina, þetta eru allt atriði sem allir verða að virða að fullu til þess að staðnám geti gengið upp. Nú búum við eftir þennan tíma að mikilli reynslu og þekkjum orðið vel hvaða kennsluaðferðir ganga upp og hverjar ekki. Á þessum grunni þarf að byggja skólastarf á meðan faraldurinn er enn í gangi. Félag framhaldsskólakennara leggur áherslu á að það að umsnúa staðkennslu yfir í fjarkennslu er algert neyðarbrauð, mun frekar þarf að tryggja nemendum góðan aðgang að kennsluefni og verkefnum sem þeir geta nýtt sér ef þeir missa tímabundið af staðkennslu. Einhverjir skólar hafa tilkynnt að þeir hyggist nú í upphafi árs gefa kennurum aukinn tíma til undirbúnings fyrir kennsluna og er það til fyrirmyndar og raunar eftir tillögum sóttvarnalæknis. Að þessu sögðu verður að koma fram að skólafólk hefur verið undir gríðarlegu álagi í hátt í tvö ár. Kennarar, náms- og starfráðgjafar og stjórnendur í framhaldsskólum hafa lagt á sig mjög mikla viðbótarvinnu við að halda námi að nemendum og nemendum að námi. Þetta viðbótarálag hefur þegar haft þau áhrif að einhverjir kennarar hafa siglt í strand í starfi. Það verður því ein megináherslan í starfi okkar hjá Félagi framhaldsskólakennara að leita leiða með fagráðuneytinu og skólameisturum til þess að lágmarka álag og styðja okkar fólk í hvívetna. Það er löngu kominn tími til þess að skólafólk verði stutt með virkum hætti við þau störf sem stjórnvöld telja í algerum forgangi. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun