„Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það“ Snorri Másson skrifar 3. janúar 2022 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara í bólusetningar og örvunarbólusetningar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekkert við ástandið í faraldrinum gefa ástæðu til að ráðast í afléttingar. Hlutfall óbólusettra á meðal alvarlega veikra er mjög hátt. 795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51
Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36