Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. janúar 2022 00:28 Vaktmaður hjá slökkviliðinu segir ástandið skelfilegt. Sírenuvæl hefur borist víða um borgina í kvöld og nótt. „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. „Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka. Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira
„Þetta er bara út um allt, það er bara þannig,“ sagði vaktmaðurinn, sem er nafnlaus þar sem hann hafði ekki tíma til að svara spurningum blaðamanns. Hann sagði sum útköllin hafa verið vegna smærri uppákoma en önnur vegna mikilla elda. Allt tiltækt lið væri nú úti að berjast við eld og skilaboð vaktmannsins einföld: Hættið að skjóta flugeldum. Vísir heyrði í íbúa í Grafarvogi sem hóf árið á sótsvörtum skóm og í sviðnuðum náttbuxum en sá hljóp út þegar hann varð var við eld við Víkurskóla í Grafarvogi. Tókst honum að slökkva eldinn en sagði að illa hefði getað farið. Nágrannar höfðu hringt á slökkvilið en manninum var ekki kunnugt um hvort það hefði komið á staðinn. Sagði hann eldinn líklega hafa kviknað vegna flugelda. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, staðfesti í samtali við Vísi um klukkan 00.40 að björgunarsveitir hefðu verið kallaðar út á höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu til að aðstoða við slökkvistörf. Sagði hann fordæmi fyrir því að sveitirnar veittu slökkviliðinu hjálparhönd en það hefði síðast gerst þegar gróðureldar geisuðu í Heiðmörk í vor. Samkvæmt upplýsingum Vísis hafa nokkrir eldar kviknað í Grafarvogi og í Mosfellsbæ. Þá hafa fregnir einnig borist af eldum á Selfossi, í Grímsnesi, á Patreksfirði og víðar. Hafnarfréttir hafa meðal annars greint frá sinubruna vestan Eyjahrauns en þar virðist slökkvistarf ganga vel. Þá logar mikill eldur í Tjarnabyggð skammt frá Eyrarbakka.
Slökkvilið Áramót Flugeldar Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Sjá meira