SPICE og önnur „ný“ efni Rannveig Borg Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2021 07:02 Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Rannveig Borg Sigurðardóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reglulega birtast greinar um aukna notkun Spice á Íslandi. En hvað er þetta Spice? Spice er eitt af þeim efnum sem kallast „New Psychoactive Substances“ (NPS) eða ný hugbreytandi efni í lauslegri þýðingu. Talað er um „ný efni“ vegna þess að alþjóðlegir samningar ná ekki yfir þessi efni. NPS eru nokkurs konar eiturlyfjaeftirlíkingar – Spice líkir til dæmis eftir kannabis og virkjar sömu stöðvar í heilanum. Möguleikar á nýjum NPS eru óendanlegir og reglulega eru ný NPS gerð upptæk út um allan heim, eftirlíkingar af allskonar þekktum eiturlyfjum eins og kannabis, kókaíni, heróíni, LSD eða MDMA (ecstasy) en einnig lyfseðilsskyldum lyfjum eins og benzódíazepín-lyfjum (róandi) og ópíóðum (sterkum verkjalyfjum). Það er almennt gengið út frá því að NPS séu skaðleg og jafnvel mun skaðlegri og sterkari en upprunalegu efnin. Það á einnig við um Spice sem er til í mismunandi útgáfum. NPS eru oft ódýrari en upprunalegu efnin og seld undir saklausum spennandi nöfnum eins og Spice, baðsalt, partý pillur. Þá er oft talað um lögleg efni eða „legal high“ sem dregur síður en svo úr áhættunni hvað þessi efni varðar. Lagaumhverfið nær oft ekki yfir þessi nýju efni vegna þess hversu hratt þau þróast. NPS eru framleidd út um allan heim og framleiðendurnir eru sífellt að breyta efnunum og flytja sig á milli landa til þess aðsleppa undan löggjafanum þ.e. þegar eitt NPS er komið á lista yfir ólögleg efni í einu landi þá flytja framleiðendur sig til þess næsta eða breyta samsetningunni á efninu. Til þess að bregðast við þessu vaxandi vandamáli sem aukning á notkun NPS er, hefur samstarf og ákveðin ferli verið sett af stað í Evrópu og á alþjóðavísu og nýjum NPS reglulega bætt við alþjóðlega lista yfir ólögleg eiturlyf. Það samstarf er þó oft þungt í vöfum og mörg enn nýrri efni komin á markað þegar þau fyrri hafa verið lögfest sem eiturlyf. Þess má þó geta að sum lönd eins og Sviss til dæmis hefur gengið lengra og sett upp mjög skilvirka leið á landsvísu til að bæta hratt nýjum NPS á lista yfir ólögleg eiturlyf. Síðan 2011 hefur 10 flokkum og um 250 efnum verið bætt við lista yfir ólögleg efni í Sviss. Þessi lagabreyting var gerð til að draga úr aukningu á NPS í Sviss og til þess að koma í veg fyrir að Sviss yrði viðskiptamiðstöð með NPS. Þá að Íslandi, þegar breytingar á fíkniefnilöggjöf eru næst til umræðu væri athyglisvert að líta til lagaumgjarðarinnar í Sviss meðal annars hvað NPS varðar. Ennfremur þyrfti að auka umræðu um hætturnar sem stafa af NPS – Spice eins og öðrum nýjum hugbreytandi efnum. Höfundur er starfandi lögfræðingur í Sviss, og nemi í alþjóðlegri fíknfræði við King´s College London. Heimildir: https://www.unodc.org/LSS/Page/NPS https://www.emcdda.europa.eu/topics/nps_en https://www.unodc.org/documents/scientific/NPS_Report.pdf https://www.swissmedic.ch/swissmedic/en/home/news/mitteilungen/narcotics-list-extended-2019.html https://www.emcdda.europa.eu/publications/topic-overviews/eu-early-warning-system_en
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun