Opið bréf til jólasveinanna: Hættið að gefa í skóinn Árný Elínborg skrifar 28. desember 2021 15:00 Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Börn og uppeldi Jólasveinar Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru jólasveinar, Um miðjan desember heyrði ég á tal þriggja barna sem voru að tala um gjafir í skóinn. Þau voru að bera saman bækur sínar og kom þá í ljós verulegur munur á gjöfum. Eitt barnið fékk ekki gjöf, ekki einu sinni kartöflu, annað barnið fékk hóflega gjöf en það þriðja fékk gjöf sem er dýrari en flestar jólagjafir. Þegar ljóst var hvernig gjafir þau hefðu fengið sló smá þögn á þau sem fengu minna og sá sem ekkert fékk var bersýnilega svekktur. „Varstu óþekkur?“ spurði sú sem fékk þá hóflegri. „Ég veit það ekki,“ svaraði strákurinn. Síðan fór allt samtalið í að ræða risastóra gjöf þess þriðja í þaula. Kæru jólasveinar, krakkarnir véfengdu ekki fyrirkomulagið. Ég held að fæst börn færu að véfengja jólasveininn. Foreldrar þeirra hafa kennt þeim að setja ykkur á stall, um jólin sé fátt meira spennandi en þið. Börn eru líka að læra á samfélagið og taka því oft bara eins og það er. Þau treysta okkur sem fullorðin eru til þess að kenna þeim á heiminn. En líklegt er að þau taki þetta inn á sig og taki sök, eins og börn gera oft. Þau sem ekkert fá eða fá minna en hin sitja líklegast eftir með skilaboð um að frammi fyrir ykkur þykji þau síðri en önnur börn. Ég held að í fæstum tilvikum setji þau ábyrgðina á ykkur, þau spyrji frekar - af hverju þau séu ekki eins góð og hin börnin? Þau hafi jafnvel lagt sig fram við að haga sér svo vel. Þegar ég horfi á þetta sem fullorðin tek ég eftir að þetta virðist ekki vera tilviljunarkennt á milli barna. Þau börn sem eiga efnaða foreldra virðast oft fá miklu stærri gjafir en hin. Það finnst mér nokkuð ósanngjarnt, hvað segir efnahagur foreldra þeirra um hvort þau hafi hegðað sé vel í desember eða ekki? Nú er það svo að góðir kennarar hafa í áratugi biðlað til ykkar að gefa öllum börnum hóflegt og jafnt í skóinn. En það virðist ekki virka. Ástæðan er einföld, í heildina þá trúið þið ekki á jöfnuð og réttlæti. Það munu alltaf vera börn sem fá miklu meira frá ykkur en hin, og önnur sem fá miklu minna eða ekkert. Af hverju ætti samsetning ykkar að vera eitthvað öðruvísi en samfélagsins okkar í heild. Það trúa ekki allir á Íslandi á jöfnuð og réttlæti. Sérstaklega á þessum tímum þar sem bilið hefur breikkað svo mikið á milli fólks. Ég vil því leggja eitt til. Ég vil biðja ykkur að hætta bara alfarið að gefa börnum í skóinn. Það er hægt að halda í hefðina, en láta foreldrunum það bara eftir. Þið getið samt alveg ennþá komið til byggða og skellt hurðum, stolið skyri, sníkt kerti osfrv. Við tökum ykkur líka fagnandi á jólaskemmtanir. En kannski séu gjafirnar í skóinn ykkur ofviða sem heild. Ég geri mér grein fyrir að um þetta verði samningaviðræður ykkar á milli, og milli ykkar og foreldra. En hugsið allavega málið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun