Yngsti þingmaðurinn: „Engar áhyggjur mamma og pabbi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2021 13:18 Gunnhildur Fríða undirritaði drengskaparheit sín í dag. Yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur sæti á Alþingi í dag, aðeins nítján ára að aldri. Hún segir langþráðan draum vera að rætast, þó foreldrum hennar hafi ekki litist á blikuna í fyrstu. Hún brennur fyrir loftslagsmálum og vill uppræta spillingu í samfélaginu. Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær. Alþingi Píratar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir er fædd í maí árið 2002 og er því aðeins nítján ára gömul, sem gerir hana að yngsta varaþingmanni Íslandssögunnar, en hún tekur í dag sæti fyrir Pírata. Fyrra met átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tæplega 21 árs þegar hann tók sæti á þingi sem varaþingmaður. Lenya Rún Taha Karim tekur sömuleiðis sæti sem varaþingmaður fyrir Pírata í dag en hún er 21 árs. Gunnhildur Fríða segist vera spennt enda sé langþráður draumur að rætast. „Þetta er algjör heiður að fá að sjá og taka þátt í þessu starfi,“ segir hún. „Daginn sem ég varð sextán ára skráði ég mig í VG og ætlaði að byrja að taka þátt. Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á stjórnmálum sem fræðum en meira stjórnmálaumhverfinu til þess að ná fram breytingum og samfélagsbreytingum, sem er það sem ég brenn fyrir.“ Gunnhildur Fríða hyggst beita sér í loftslagsmálum. Þingfundur hófst á Alþingi klukkan 11 í morgun þar sem önnur umræða um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 verður meðal annars á dagskrá. Þá mun Gunnhildur Fríða flytja jómfrúarræðu sína, en loftslagsmál og ný stjórnarskrá er á meðal þess sem hún hyggst beita sér fyrir. „Loftslagsmálin eru stærstu mál samtímans, að takast á við spillingu og bæta stjórnkerfið hér sem er ótrúlega mikilvægt.“ Gunnhildur Fríða er nemandi við Harvard háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hún stundar nám við umhverfisverkfræði. Hún segir að þingsetan hafi komið bandarískum skólafélögum mikið á óvart en vinir hennar á Íslandi hafi búist við þessu. Hins vegar hafi hún þurft að sannfæra foreldrana um að þetta væri góð hugmynd. „Þau vildu bara að ég myndi einbeita mér að náminu, sem ég skil alveg líka, en ég mun líka einbeita mér að því. Þannig að engar áhyggjur mamma og pabbi,“ segir Gunnhildur Fríða og hlær.
Alþingi Píratar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?