Konur sem elska karlmenn Elín Jósepsdóttir skrifar 21. desember 2021 15:00 Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við lifum á mögnuðum tímum. Jafnrétti kynjanna eru mikilvægt málefni í hugum flestra. Lög okkar og reglur gera ráð fyrir því að veita konum og öðrum kynjum sérstakt aðhald og rétta það misrétti sem hefur verið til staðar öldum saman. Karlar eru ekki þungamiðja alheimsins lengur. Konur geta orðið læknar, sjómenn, bifvélavirkjar, formenn, geimkönnuðir, vísindamenn, þingmenn og jafnvel forsetar. Þolendur hafa stigið upp úr holunum sínum og skilað skömminni. Konur hafa loksins fengið viðurkenningu á því að þær hafa verið níddar, beittar ofbeldi og þeim haldið niðri af körlum síðan mannkynið varð til. Það er að verða almenn vitneskja að konur og önnur kyn eru og hafa alltaf verið í lægri stöðu en karlar. En þó eru alltaf einhverjir sem berjast á móti og gera það að verkum að kerfið breytist hægt. Fólk sem heldur því fram að gagnrýni okkar sem berjumst gegn kynjamisrétti og ofbeldi sé ofbeldi. Fólk sem æpir um "dómstól götunnar" og slaufunarmenningu og segir að við verðum að treysta á löggjöf, dómstóla og kerfi sem er mölbrotið og ævagamalt. Fólk sem heldur því fram að konur tali um ofbeldi af illmennskunni einni saman og að konur sem tali um ofbeldi séu sjálfar sekar um ofbeldi. Karlar sem halda því fram að þeir séu allt í einu minnihlutahópur, af því að þeir njóta ekki lengur allra þeirra forréttinda sem þeir hafa haft öldum saman. Karlar sem vilja halda áfram að beita konur ofbeldi. Karlar sem vilja ekki sleppa völdunum og skilja ekki af hverju heimurinn snýst ekki lengur um þá. Fólk sem heldur að þetta eigi að vera svona. Ég á tvo bræður. Ég á kærasta, pabba, afa og fullt af frændum. Svo á ég fullt af karlkyns vinum. Þó ég ætli ekki að fullyrða að þeir sé allir fullkomnir get ég samt sagt að mér þykir vænt um þá alla. Þeir eru allir yndislegir og góðir menn og þess vegna veit ég að karlmenn geta betur en það sem þeir hafa gert öldum saman. Ég veit þeir geta komið fram við aðra af virðingu, ég veit þeir geta tekið ábyrgð á gjörðum sínum, ég veit þeir geta verið ljúfir og mjúkir, ég veit þeir geta sleppt því að beita ofbeldi, ég veit þeir geta séð það misrétti kynjanna sem er til staðar og ég veit að þeir eru það sem karlmenn eiga að vera. Og þess vegna er ég femínisti. Af því að ég elska karlmenn. Af því að ég trúi og veit að ofbeldi er ekki normið. Þess vegna berst ég gegn kynbundnu ofbeldi. Ég trúi og veit að karlmenn eru ekki allir ofbeldismenn. Ég trúi því að aðrir karlmenn geti betur og ég trúi því að við getum útrýmt kynbundnu ofbeldi og jafnað rétt kynjanna að fullu. En til þess þurfa öll að taka saman okkur saman í andlitinu, hlusta á konur og trúa að karlmenn geti gert betur. Gleðilega hátíð! Höfundur er meistaranemi í klínískri barnasálfræði.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun