„Hjartað réð för“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:29 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Visir/Vilhelm Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07