„Hjartað réð för“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 12:29 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Visir/Vilhelm Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri á Facebook í gær. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. Hann segir ákvörðunina fyrst og fremst persónulega. „Það er framundan ströng kosningabarátta sem krefst þess að allt annað víki til hliðar og ég mat það þannig að það væri best fyrir mig og mína að gefa ekki kost á mér, “ segir Eyþór. Eyþór neitar því að hann hafi látið gera skoðanakönnun um gengi sitt. „ Nei þetta var hjartað sem réð för. Ég hef aldrei óttast prófkjör og fengið mitt sæti gegnum prófkjör,“ segir hann. Hann segir að það hafi ekki haft áhrif á ákvörðunina að Hildur Björnsdóttir bauð sig fram gegn honum í oddvitasætið fyrir kosningarnar í vor. „Nei á endanum er þetta spurning hvernig maður vill verja sínum tíma,“ segir hann. Hann segir erfitt að kveðja stjórnmálin. „Það er nú sagt að bakterían sé ódrepandi en ákvörðunin sem ég tek núna er að ég gef ekki kost á mér inn í næsta kjörtímabil,“ segir hann. Eyþór kveðst sáttur þegar hann lítur til baka síðustu 4 ár. „Já mjög sáttur. Þetta er búinn að vera mjög viðburðaríkur tími. Ég tel að við í stjórnarandstöðunni höfum bent á hvað má bæta og komið með tillögur til úrbóta. Ég held að við getum unnið betur sem borgarfulltrúar með því að vera bara málefnaleg. Stundum fer þetta niður í skotgrafir og það er engum til sóma,“ segir hann. Eyþór er þakklátur fyrir síðustu ár. „Bara þakklæti fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið á kjörtímabilinu og finn núna og svo er ég þakklátur fyrir samstarfið sem hefur verið mjög gott,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, er hættur við að bjóða sig fram á nýjan leik í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni af persónulegum ástæðum. Þetta kom fram í tilkynningu frá Eyþóri rétt í þessu á Facebook. Hann segist þar muni gegna skyldum sínum út kjörtímabilið og láta svo af þátttöku í stjórnmálum að sinni. 21. desember 2021 00:07