Vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Nichole Leigh Mosty skrifar 20. desember 2021 07:31 Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Enn og aftur er þörf á að kalla eftir málefnalegri umræðu um hið mjög mikilvæga mál sem snýr að jafnrétti og samþættingu í þjóðfélaginu. Viljum við búa í þjóðfélagi þar sem öllu fólki, óháð kynþætti eða þjóðerni og þess vegna alls konar ólíkum bakgrunni er mætt með reisn og virðingu? Vinkona mín, sem er svört, bað mig um að nýta þann vettvang sem ég hef aðgang að til að varpa ljósi á leiðinlegt mál varðandi mismunun. Um er að ræða niðrandi staðalmynd tengdri kynþætti í menningarlegu samhengi. Athyglisvert er að þegar ég reyndi að opna umræðuna í kringum mig gerðist þrennt eftirfarandi: Fjölmiðill ákvað að taka hluta af færslunni minni á samfélagsmiðlum úr samhengi og nota hana til að grípa nokkra smelli. Það var gert án þess að virða tilgang málflutnings míns um að skapa nauðsynlegar og málefnalegar umræður um mismunun og fjölbreytileika. Ákveðið fólk sem heldur að upplifun fólks af útilokun og mismununar vegna kynþátta eða þjóðernis sé ekki mikilvæg, hljóp hratt í málið og kveikti í athugasemdakerfinu. Í stað þess að taka þátt í þroskaðri umræðu fór fólk „í persónuna en ekki í málefnið“. Þeim, eins og alltaf, fannst best að notafæra gaslýsingu og pólarísa umræður í þeim tilgangi að slá á ótta, afneita mismunun sem fólk upplifði og halda útilokuninni á lífi. Fólk sem verður fyrir mismunun daglega vegna kynþáttar eða þjóðernis síns, verður enn og aftur að taka á sig þá byrði að verja sig og sanna sína upplifun fyrir öðrum. Að verja sig fyrir því að vilja að komið sé fram við það af virðingu og að hlustað sé á þeirra ákall um að geta búið hér sem jafningjar og með reisn. Best væri að fólk gæti skilið það að kynþáttur eða þjóðerni eru ekki menning einstaklings. Í því samhengi er einnig mikilvægt að taka það fram að hvorki kyn, kynhneigð, geta, né trúarbrögð eru menning. Menning er miklu dýpri en það. Menning endurspeglast í viðhorfi okkar, athöfnum, hegðun, hefðum og gjörðum. Til dæmis er mismunun ein tegund menningar og að tilheyra annarri tegund. Það er mikilvægt að skilja að við upplifum, miðlum og sköpum menningu með aðstoð menningarlegra verkfæra þ.m.t tungumáli, list- og bókmenntum, mat og jafnvel pólitískum eða félagslegum hreyfingum/ aðgerðum. Þessi verkfæri er annað hvort hægt að nota til að sameina fólk og njóta fjölbreytileikans í þjóðfélaginu eða í þeim tilgangi að útiloka og takmarka fjölbreytileikann. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að samþættingu og jafnrétti eru til dæmis nýju lögin um bann við mismunun sem samþykkt voru á Alþingi árið 2018, sveitarfélög og/ eða stofnanir sem hafa mótað og innleitt fjölmenningarstefnu. Svo eru einstaklingar sem mæta fólki með ólíkan bakgrunn af reisn og með virðingu. Dæmi um aðgerðir sem stuðla að útilokun eru meðal annars stefnur og aðgerðir sem mismununa fólki innan samfélagsins, stofnunum eða fyrirtækjum, t.d. ósanngjarnar ráðningaraðferðir eða að neita fólki um aðgang að réttindum þeirra. Svo eru einstaklinga sem kjósa að halda á lífi niðrandi orða og staðalmyndum. Við erum að fara inn í árið 2022 og erum með mikinn fjölbreytileika sem auðgar þjóðfélagið okkar. Í staðinn fyrir að hrökkva í vörn þegar manneskjur sem eru ólíkar okkur tala um mismun sem þau upplifa, stöldrum aðeins við, hlustum á það sem þau segja og hugum aðeins að okkar viðhorfi. Lítum inn á við og spyrjum okkur, vil ég taka þátt í því að stuðla að því að fólk upplifi mismunun, eða vil ég taka þátt í því að móta þjóðfélag þar sem fólk fær að lifa í sátt og samlyndi samhliða mér? Höfundur er forstöðumaður Fjölmenningarseturs.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun