Gunnar: Eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi en setur ekki púttin niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 22:12 Gunnar Magnússon segist ekki vera farinn að örvænta þrátt fyrir rýra uppskeru Aftureldingar í Olís-deild karla. vísir/vilhelm Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik. „Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
„Það liggur við að það sé hægt að brosa að þessu. Þetta er saga okkar í vetur. Við erum að spila vel. Núna vorum við án beggja línumannanna okkar [Þrándar Gíslasonar Roth og Einars Inga Hrafnssonar] og svo fékk Þorsteinn Leó [Gunnarsson] rautt spjald. Þarna eru þrír þristar farnir en við náðum samt að leysa það. Við gerðum margt vel og það er það sama í vetur,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er hundfúll með þessi tólf stig sem við erum með. Það eru mikil vonbrigði. En ég hefði áhyggjur ef við værum ekki inni í leikjunum. En sannleikurinn er sá að við eigum tækifæri nánast í hverjum leik en náum ekki að klára þá. Við værum með jafn mörg stig og Haukar bara ef við hefðum klárað leikina sem hafa verið jafnir.“ Gunnar vonast til að dæmið snúist við eftir áramót og Afturelding fari að vinna jöfnu leikina. „Við erum kannski búnir að spila þrjá til fjóra lélega leiki sem er svipað og toppliðin. Við erum í færi í nánast hverjum einasta leik til að taka eitt eða tvö stig en erum ekki að klára þetta í lokin. Þetta er eins og kylfingur sem slær vel og kemur sér í góð færi á hverri holu en setur ekki púttin niður,“ sagði Gunnar. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga en stundum er þetta þannig að maður þarf bara að brjóta ísinn, gera þetta einu sinni og fá sjálfstraust. Ég hefði miklar áhyggjur ef við værum að spila illa og værum ekki inni í leikjum en auðvitað er ekki auðvelt að vera þjálfari og fara í leik eftir leik, vera inni í þessu og fá ekkert fyrir það.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Umfjöllun: Haukar - Afturelding 30-29 | Haukar sluppu með skrekkinn Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí. 17. desember 2021 21:50