Þau eru tilnefnd sem Maður ársins 2021 Tinni Sveinsson skrifar 17. desember 2021 15:46 10 aðilar eru tilnefndir sem Maður ársins 2021. Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á Manni ársins 2021 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Um sjö þúsund tilnefningar bárust í gegnum vefinn og í símatíma Reykjavík síðdegis. Þær hafa aldrei verið fleiri. Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan. Fréttir ársins 2021 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þórdís, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru í engri sérstakri röð. Heilbrigðisstarfsmaðurinn vann verðlaunin í fyrra. Neðst má svo greiða atkvæði. Kosning stendur til 29. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Anníe Mist Þórisdóttir Anníe Mist Þórisdóttir stal senunni á Heimsleikunum í Crossfit í ár. Anníe, sem er goðsögn í íþróttinni, landaði þriðja sæti eftir að hafa gengið í gegnum erfiðleika við að eignast sitt fyrsta barn sléttu ári á undan. Edda Falak Edda Falak hefur haft hátt í umræðum um kvenréttindi og nauðgunarmenningu í samfélaginu. Hún viðrar skoðanir sínar óttalaus og tekur slaginn í málefnum sem hún telur skipta máli. Guðmundur Felix Grétarsson Guðmundur Felix Grétarsson fékk ágræddar hendur eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni. Gylfi Þór Þorsteinsson Gylfi Þór Þorsteinsson hefur staðið vaktina í farsóttarhúsunum í vel á annað ár. Hann hefur varla sést öðruvísi en með bros og jákvæðni að leiðarljósi þótt aðstæður séu oft erfiðar. Haraldur Þorleifsson Haraldur Þorleifsson lagðist í verkefnið að rampa upp Reykjavík og virðist hreinlega stefna á að rampa upp allan heiminn. Þá flutti hann til Íslands til að geta greitt skatta hér á landi af miklum hagnaði eftir fyrirtækjasölu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hefur verið andlit bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag og framkvæmd hefur vakið mikla athygli en Ragnheiður kemur vel fyrir sem jákvæð og lausnamiðuð manneskja. Rúna Sif Rafnsdóttir Rúna Sif Rafnsdóttir þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar nokkurra mánaða og fárveikt íslenskt barn þurfti nýja lifur. Rúna gaf Eldi Elí lifur og veitti öðrum innblástur til líffæragjafa. Sólrún Waldorff Sólrún Waldorff hefur sýnt mikið hugrekki með því að deila reynslu sinni úr eldsvoða í Mávahlíð. Sólrún brenndist afar illa en hefur með reynslu sinni vakið athygli á mikilvægi eldvarna. Þórólfur Guðnason Þórólfur Guðnason hefur sem sóttvarnalæknir hefur staðið í brúnni í baráttu Íslendinga við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Þórólfur hefur að margra mati verið rödd skynseminnar og staðið vörð um heilsu landsmanna. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram og sagði sögu sína þar sem hún taldi þöggun eiga sér stað hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Frásögn Þórhildar Gyða, sem er meðlimur aktivístasamtakanna Öfga, varð til þess að málið var skoðað í kjölinn og breytingar gerðar hjá KSÍ. Hver á skilið nafnbótina Maður ársins 2021? Taktu þátt með því að velja hér fyrir neðan.
Fréttir ársins 2021 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira