Ásgeir Örn ræddi funheita Selfyssinga og skrítna stöðu Guðmundar Braga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 12:31 Guðmundur Bragi Ástþórsson spilar væntanlega sinn síðasta leik með Aftureldingu á tímabilinu þegar liðið mætir Haukum annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar. Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05. Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira
Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Sjá meira