Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. desember 2021 19:24 Jökull Gíslason sérhæfir sig í netglæpum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/skjáskot/sigurjón Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull. Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull.
Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira