Fagna ákvörðun ráðherra en segja enga töfralausn í sjónarmáli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. desember 2021 13:00 Willum Þór og Kristín Theodóra Þórarinsdóttir Vísir/Vilhelm/Aðsend Félag talmeinafræðinga á Íslandi fagnar vilja ráðherra um að fella á brott tveggja ára starfsreynsluákvæði úr rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga. Formaður félagsins segir að um stórt skref sé að ræða og bindur vonir við að samningaviðræður gangi hratt og vel. Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Greint var frá því í gær að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefði falið Sjúkratryggingum Íslands að fella á brott ákvæði í rammasamningi við sjálfstætt starfandi talmeinafræðinga sem setur tveggja ára starfsreynslu sem skilyrði fyrir greiðsluþáttöku sjúkratrygginga. Ákvæðið var upprunalega sett inn í rammasamninginn árið 2017 en gildistími samningsins rann út í lok október 2019. Frá þeim tíma hefur samningurinn verið endurnýjaður um einn mánuð í senn en viðræður um nýjan samning hafa ekki borið árangur. Talmeinafræðingar hafa gagnrýnt skilyrðið harðlega undanfarin ár og hafa viðræður um nýjan samning að mörgu leiti strandað vegna þessa. Kristín Theodóra Þórarinsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi, segir að ákvæðið hafi ákveðnar hindranir í för með sér. „Það felur í sér að talmeinafræðingar sem vilja starfa við talþjálfun og vera á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands þar sem biðlistarnir eru langir, þeir hafa þurft að vinna í tvö ár annars staðar til þess að geta svo komist á rammasamning, og okkur finnst þetta mikil hindrun í þjónustu og ekki við hæfi þar sem það er mikill skortur á talmeinafræðingum,“ segir Kristín. Hún fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi ákveðið að taka af skarið. „Við erum bara ótrúlega ánægð og fögnum því að okkar barátta fyrir bættum kjörum og bættri þjónustu barna, meðal annars með því að afnema þetta tveggja ára ákvæði, sé að þokast áfram,“ segir Kristín. Næstu skref eru að hefja samningaviðræður við Sjúkratryggingar Íslands en starfshópur á vegum þriggja ráðuneyta sem hefur unnið að samningsmarkmiðum kemur til með að skila af sér tillögum þann 20. desember. Kristín bindur vonir við að þau geti fundað saman snemma á nýju ári en hún segir þau þó standa frammi fyrir ýmsum öðrum verkefnum. „Það er engin töfralausn í sjónmáli í rauninni. Talmeinafræðingar eru að vinna á uppsöfnuðum vanda til margra ára, stéttin er fámenn og það þarf að auka fjármagn í þennan málaflokk. Það er svo margt sem að þarf að ræða og við vonum að það gangi bara vel,“ segir Kristín. „Þetta er samvinnuverkefni margra aðila en við erum komin þetta langt og við fögnum því.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Starfshópi um tillögur að þjónustu talmeinafræðinga komið á laggirnar Nýr starfshópur verður stofnaður til að vinna heildstæðar tillögur um þjónustu talmeinafræðinga við börn en heilbrigðisráðherra hefur samþykkt minnisblað þess efnis. 11. nóvember 2021 16:44