Skynsamlegast að aflétta aðgerðum, ella styðja við veitingamenn Snorri Másson skrifar 15. desember 2021 12:03 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir hið raunverulega neyðarástand í samfélaginu vera inni á Landspítala. vísir/vilhelm Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins telur ótækt að veitingamenn beri kostnaðinn af því að neyðarástand ríki á Landspítala, eins og hann orðar það. Hann hvetur stjórnvöld til að koma til móts við greinina með stuðningsaðgerðum. „Ég held að það verði annaðhvort að ganga í það verk að aflétta öllum takmörkunum eða þá að bæta þeim rekstraraðilum það, sem eru að verða fyrir skaða af þessum völdum þessa mánuðina. Þegar hið eiginlega neyðarástand í samfélaginu er staðan á Landspítala er ekki sanngjarnt að rekstraraðilar veitingahúsa beri skaðann af því,“ sagði Bergþór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bergþór segir að með þessum yfirlýsingum sé Miðflokkurinn ekki nauðsynlega að taka sér stöðu þeirra sem mótmæli sóttvarnaraðgerðum, nú þegar Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sjálfstæðismenn eru horfin af þingi. „Við erum í sjálfu sér ekki að mótmæla sóttvarnaraðgerðum að öðru leyti en því að þær verða að vera til samræmis við það ástand sem er uppi í samfélaginu. Okkur þykir það ekki vera uppi núna eins og var kannski fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar óvissan var meiri og þjóðin óbólusett,“ segir Bergþór. Á Alþingi í gær vakti Bergþór máls á stöðunni í veitingageiranum. „Þegar stjórnvöld ganga fram með þeim íþyngjandi aðgerðum sem reglulega hafa verið keyrðar yfir þennan markað síðustu tvö árin þá kemur til af því verulegur kostnaður og starfsskilyrði og öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja eru í algjöru uppnámi. Ég held að skynsamlegast væri að við fikrum okkur í þá átt að hætta þessum aðgerðum sem við höfum verið undirorpin nú í hartnær tvö ár. Í öllu falli, á meðan stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hætta þessum aðgerðum, verður að koma til móts við þá aðila sem standa í þessum rekstri,“ sagði Bergþór. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
„Ég held að það verði annaðhvort að ganga í það verk að aflétta öllum takmörkunum eða þá að bæta þeim rekstraraðilum það, sem eru að verða fyrir skaða af þessum völdum þessa mánuðina. Þegar hið eiginlega neyðarástand í samfélaginu er staðan á Landspítala er ekki sanngjarnt að rekstraraðilar veitingahúsa beri skaðann af því,“ sagði Bergþór í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bergþór segir að með þessum yfirlýsingum sé Miðflokkurinn ekki nauðsynlega að taka sér stöðu þeirra sem mótmæli sóttvarnaraðgerðum, nú þegar Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen sjálfstæðismenn eru horfin af þingi. „Við erum í sjálfu sér ekki að mótmæla sóttvarnaraðgerðum að öðru leyti en því að þær verða að vera til samræmis við það ástand sem er uppi í samfélaginu. Okkur þykir það ekki vera uppi núna eins og var kannski fyrir tæpum tveimur árum síðan þegar óvissan var meiri og þjóðin óbólusett,“ segir Bergþór. Á Alþingi í gær vakti Bergþór máls á stöðunni í veitingageiranum. „Þegar stjórnvöld ganga fram með þeim íþyngjandi aðgerðum sem reglulega hafa verið keyrðar yfir þennan markað síðustu tvö árin þá kemur til af því verulegur kostnaður og starfsskilyrði og öryggi starfsmanna þessara fyrirtækja eru í algjöru uppnámi. Ég held að skynsamlegast væri að við fikrum okkur í þá átt að hætta þessum aðgerðum sem við höfum verið undirorpin nú í hartnær tvö ár. Í öllu falli, á meðan stjórnvöld eru ekki tilbúin til að hætta þessum aðgerðum, verður að koma til móts við þá aðila sem standa í þessum rekstri,“ sagði Bergþór.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira