Spá mikilli fjölgun í fjármálageiranum og mikilli fækkun bænda og sjómanna Atli Ísleifsson skrifar 15. desember 2021 11:45 Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035. Myndin er af Borgartúni. Vísir/Vilhelm Ný spá Hagstofunnar gerir ráð að starfsfólki muni fjölga mest innan fjármála- og vátryggingastarfsemi hér á landi fram til ársins 2035. Á sama tíma muni starfsfólki í landbúnaði og í fiskveiðum fækka verulega. Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar. Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Frá þessu segir á vef Hagstofunnar þar sem tilraun er gerð til að spá fyrir um fjölda einstaklinga innan hvers menntunarsviðs, menntunarstigs og atvinnugreinabálks auk áætluðum fjölda auglýstra starfa innan hvers atvinnubálks fram til ársins 2035. Á tímabilinu 2017 til 2035 er gert ráð fyrir að fólk á aldrinum 16 til 74 fjölgi um rúmlega 36 þúsund manns, eða um 19 prósent. Spáin gerir ráð fyrir 99 prósent fjölgun þeirra sem starfa í fjármála- og vátryggingastarfsemi fram til ársins 2035 og 53 prósenta fjölgun hjá þeim sem starfa í „ýmissri sérhæfðri þjónustu“. Hagstofan Þá er reiknað með að mesti samdrátturinn verði á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum, eða um 61 prósent. Hagstofan segir mikilvægt að árétta að við útreikninga á fjölda starfandi eftir atvinnugreinabálkum sé tekið mið af áhrifum fjórðu iðnbyltingarinnar á atvinnugreinar samkvæmt skýrslu forsætisráðuneytisins frá árinu 2019 en þar sé gert ráð fyrir auknum samdrætti vegna sjálfvirknivæðingar í ákveðnum atvinnugreinum. „Á spátímabilinu er gert ráð fyrir að eftirspurn í formi lausra starfa muni dragast saman í öllum atvinnugreinum nema auglýstum störfum sem falla undir ýmsa sérhæfða þjónustu (ÍSAT2008 flokkar M-N) en fjöldi auglýstra starfa sem falla undir þann bálk mun nánast haldast óbreyttur til ársins 2035. Menntunarstaða á Íslandi hefur hækkað á síðustu misserum. Áætlað er að þessi þróun haldi áfram út spátímabilið eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Samanborið við árið 2017 er gert ráð fyrir að hlutfall fólks með háskólamenntun á aldrinum 16-74 ára aukist úr 30% í 44% (48.000 einstaklingar) árið 2035. Einnig er búist við að hlutfall fólks eingöngu með grunnmenntun lækki um 12% (24.600 einstaklingar) á sama tímabili. Leiða má líkur að því að þetta sé m.a. vegna þess að æ fleiri atvinnurekendur krefjast að minnsta kosti framhaldsskólamenntunar og vegna þess að sífellt fleiri einstaklingar með framhaldsmenntun koma í stað þeirra sem eru með grunnmenntun sem hæstu menntun og fara á eftirlaun,“ segir á vef Hagstofunnar.
Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Íslenskir bankar Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira