Einn vinsælasti jólamatur landsmanna Ali kynnir 15. desember 2021 08:55 Íslendingum finnst ilmurinn af hamborgarhrygg órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Hamborgarhryggurinn frá Ali tilheyrir íslenskum jólum. „Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C. Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Sjá meira
„Það er alltaf mikið að gera hjá okkur í desember og mikið fjör en við erum vön því. Við höfum framleitt Ali hamborgarhrygginn í tugi ára og hann er einn sá vinsælasti sem til er á markaðnum,“ segir Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Ali en Ali hefur algjöra sérþekkingu á vinnslu grísakjöts hér á landi. Hamborgarhryggur hefur verið hluti af íslenskri hátíðarhefð í yfir 75 ár og hjá Ali er lögð natni við framleiðsluna. „Við söltum hrygginn og léttreykjum og notum beykispæni við reykinguna. Gegnum tíðina höfum við minnkað saltmagnið og framleiðslan miðar að því að hægt sé hvort heldur sem er að sjóða hrygginn eða setja hann beint í ofninn. Matreiðslan á að vera einföld. Við höfum meira að segja eldað hamborgarhrygginn í Airfryer og hann varð einstaklega safaríkur og góður. Vinsældir hamborgarhryggsins eru ekki síst komnar til vegna þess hve einfalt er að elda hann,“ segir Sveinn. Dönsk matarhefð Danir borða hamborgarhrygg sem veislumat allt árið um kring og þar er hann ekki eins tengdur jólahátíðinni, þó hann sé vissulega hluti af danskri jólahátíð. Íslendingar hafa hann þó fyrst og fremst á borðum um jólin og í nýlegri könnun Bylgjunnar kom fram að um 49 % af íslenskum heimilum borða hamborgarhrygg á jólunum og finnst ilmurinn algjörlega órjúfanlegur hluti af hátíðahaldinu. Ananasinn skiptir fólki í fylkingar Það eru því margir með fastmótaðar hugmyndir um hvernig beri að elda hamborgarhrygginn, útbúa gljáa og velja meðlæti. Með hamborgarhrygg er klassískt að hafa sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál og waldorfsalat og mörgum finnst ómissandi að leggja ananassneiðar á hrygginn áður en hann fer í ofninn. „Okkur skilst reyndar að fólk skiptist í fylkingar varðandi ananasinn. Okkur grunar að hann verði til dæmis ekki á borðum á Bessastöðum, miðað við ananasyfirlýsingar forsetans í stóra pítsumálinu. Enda ekkert því til fyrirstöðu að teygja aðeins á hefðinni og hafa það á veisluborðinu sem hugurinn girnist," segir Sveinn. Á heimasíðu Ali er kennslumyndband ásamt einfaldri uppskrift af bragðgóðum og safaríkum gljáðum hamborgarhrygg og meðlæti: Hamborgarhryggur Ali from Ali Matvörur on Vimeo. Einföld uppskrift af safaríkum Ali hamborgarhrygg Kveikið á ofninum og stillið hann á 150-160°C. Hryggnum er komið fyrir í ofnpotti og vatni hellt upp fyrir hrygginn. Kjarnhitamæli er komið fyrir í hryggnum. Látið suðuna koma rólega upp. Þegar suðan er komin upp er hryggurinn látinn sjóða í 45-60 mín eða þar til að kjarnhitastig hefur náð 68°C. Hryggurinn er þá tekinn upp úr soðinu og settur á ofnskúffu, þá næst er gljáinn útbúinn. Klassískur gljái Hrærið saman eftirfarandi hráefnum. 300 gr. Púðursykur 100 gr. Tómatpúrra 100 gr. Sinnep Skerið tígulmynstur í puruna á hamborgarhryggnum og penslið hrygginn með gljáanum þar til að allur hryggurinn er hulinn. Heilar ananassneiðar eru settar á eftir smekk. Hryggurinn er eldaður í ofninum á 210°C þar til að kjarnhiti hefur náð 72°C.
Matur Jól Jólamatur Hamborgarhryggur Mest lesið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Sjá meira