„Ruglingslegum og mótsagnakenndum“ kröfum um björgunarlaun vísað frá dómi Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2021 15:00 M/V Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði í september 2014. Mynd/Hjálmar Heimisson Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að vísa máli fyrrverandi áhafnarmeðlims olíuflutningaskips, sem fór fram á björgunarlaun vegna strands frystiskipsins M/V Green Freezer í Fáskrúðsfirði árið 2014, frá dómi. Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu. Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar kom fram að málsástæður mannsins væru bæði ruglingslegar og mótsagnakenndar um aðild hans til að hafa uppi kröfur á hendur útgerð hins strandaða skips, þeim sem fengu greidd björgunarlaun vegna björgunaraðgerðanna og sömuleiðis þeim sem hann taldi að hefðu átt að fá greidd björgunarlaun en kröfðust þeirra ekki. Fór ekki fram á greiðslu björgunarlauna Málið sneri að björgunaraðgerðum sem fram fóru þegar skipið Green Freezer strandaði í Fáskrúðsfirði 17. september 2014. Að björguninni komu áhafnir þriggja skipa – varðskipsins Þórs, dráttarbátsins Vattar og svo olíuflutningaskipsins Langaness RE þar sem stefnandi var í áhöfn. Landhelgisgæslan hafði óskað eftir aðstoð Langaness RE við að dæla olíu úr hinu strandaða skipi og varð áhöfn við því. Áhöfn skipanna Þórs og Vattar, sem fyrst komu á vettvang strandsins, hafi síðar fengið greidd björgunarlaun, en Olíudrefing fengið endurgreiddan kostnað vegna útlagðs kostnaðs í tengslum við björgunina. Olíudreifing fór hins vegar ekki fram á greiðslu björgunarlauna til áhafnarmeðlima Langaness. Laut ágreiningurinn að því hvort að maðurinn, sem var áhafnarmeðlimur á skipinu Laugarnesinu RE og í eigu Olíudreifingar, ætti rétt á björgunarlaunum samkvæmt ákvæðum siglingalaga. Krafði maðurinn útgerð Green Freezer um greiðslu 8,9 milljóna króna í björgunarlaun og til vara sömu upphæð úr hendi Landhelgisgæslunnar og Fjarðabyggðar. Til þrautavara krafðist maðurinn svo að Olíudreifing myndi greiða honum upphæðina. Samið um björgunarlaun Caiano Shipping II A, það er útgerð Green Freezer, og Landhelgisgæslan og sveitarfélagið Fjarðabyggð komust að samkomulagi um greiðslu um 50 milljóna króna björgunarlauna í nóvember 2015 vegna björgunaraðgerðanna. Greiðslunni til Gæslunnar var síðan skipt til samkvæmt siglingalögum og þá meðal annars til Olíudreifingar vegna útlagðs kostnaðar Langaness RE. Í úrskurði Landsréttar segir að skilja mætti málatilbúnað mannsins þannig að hann gerði annars vegar kröfu um hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum og hins vegar björgunarlaun úr hendi útgerðar hins strandaða skips. Þá væri óljóst hvort maðurinn byggði á því að hann ætti sjálfstæða kröfu um greiðslu björgunarlauna eða hlutdeild í þegar greiddum björgunarlaunum. Sömuleiðis væri fjárkrafa mannsins vanreifuð og taldi rétturinn, að teknu tilliti til allra þátta, að málatilbúnaðurinn væri í andstöðu við lög um meðferð einkamála. Því ákvað Landsréttur að staðfesta hinn kærða úrskurð, það er að vísa málinu frá dómi. Stefnandi var jafnframt dæmdur af Landsrétti til að greiða alls 1,3 milljón króna vegna kærumálskostnaðar hinna stefndu.
Kjaramál Dómsmál Fjarðabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12 Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Green Freezer komið á flot Varðskipið Þór dró flutningaskipið Green Freezer á flot klukkan 10:52 í morgun en skipið strandaði í Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. 20. september 2014 11:12
Flutningaskip strandað í Fáskrúðsfirði Björgunarsveitir eru farnir af vettvangi sem og Vilhelm Þorsteinsson. 17. september 2014 20:45