Samfélagsbíllinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. desember 2021 17:30 Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn. Með ívilnunum er ríkið í raun að fjárfesta í samfélagsávinningi sem fylgir því að kaupandi velur rafbíl í stað bensínbíls. Með öðrum orðum þá fylgir ákveðinn samfélagsávinningur slíkum kaupum sem snertir miklu fleiri en kaupandann sjálfan og myndar eftirsóknaverð verðmæti fyrir samfélagið allt. Orkuöryggi Með rafbílakaupum eykst orkuöryggi Íslands. Rafbíll nýtir innlenda orku í stað þess að vera háður innfluttu eldsneyti. Til að setja í samhengi samfélagsgildi orkuöryggis þá má benda á fæðuöryggi til samanburðar. Ríkið styrkir innlendan landbúnað um á annan tug milljarða á ári. Þessi styrkir eru ekki síst til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er því varla óeðlilegt að styrkja orkuöryggið líka enda jafn líklegt að hnökrar geti orðið á olíuinnflutningi til landsins eins og á matvælainnflutningi. Hagkvæmara raforkukerfi Raforkukostnaði íbúa má skipta í tvennt þ.e. raforkuframleiðslu og raforkudreifingu. Raforkudreifingin er áhugaverði hlutinn í þessu samhengi. Skoðum sem dæmi tíu húsa götu í glænýju hverfi. Það kostar talsverða fjárfestingu að leggja rafmagn í þessa götu og dreifikostnaðurinn sem íbúar borga á að standa undir þeirri fjárfestingu og viðhaldi. Ef fimm íbúar kaupa rafbíl þá aukast einfaldlega tekjurnar sem dreifiveitan fær þó svo að kostnaður hennar aukist oftast ekkert (sömu raflínur). Flutnings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast, umfram uppbyggingar- og viðhaldsþörf, þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa rafbílar möguleika á hagkvæmri geymslu raforku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöðunum, geta tekið út óhagkvæma afltoppa og dreift álagi með skilvirkari hætti. Rafbílar geta því lækkað samfélagskostnað raforkukerfisins talsvert. Mengun heilsuspillandi efna Bruni jarðefnaeldsneytis veldur heilsuspillandi mengun og er áætlað bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Hér á landi er þetta auðvitað miklu minna vandamál enda umferð minni og vindar tíðir. Samt sem áður eru klárlega heilsuspillandi efni að koma úr púströrum íslenskra bifreiða sem gott væri að losna við. Rafbílar eru því örlítið, en mikilvægt, innlegg í minni heilbrigðiskostnað t.d. vegna ýmissa öndunarfærasjúkdóma. Efnahagsstöðuleiki Innflutningur á olíu kostar þjóðina tugi milljarða á ári. Rafbílar draga ekki einungis úr útflæði gjaldeyris heldur minnkar líka óstöðuleikinn sem fylgir verðsveiflum á olíu. Rafbílavæðing er því alvöru samfélagsávinningur fyrir alla, ekki bara þá sem aka á slíkum tækjum. Minni hávaði Hávaði veldur streitu og kostnaði. Samfélög eru tilbúinn að fjárfesta í minni hávaða og eyða oft talsverðum upphæðum t.d. í hljóðmanir. Rafbílar minnka örlítið umferðarhávaða sem er klárlega samfélagsverðmæti. Minni losun gróðurhúsalofttegunda Ísland hefur, eins og nánast allar þjóðir heims, ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum undirritað alvöru skuldbindingar en ljóst er að verkefnið verður ekki ókeypis. Eini alvöru mælikvarðinn á hvað losun CO2 kostar er verð á losun á markaði. Verð á tonninu hefur verið í kringum 70 evrur undanfarið eða í kringum ellefu þúsund krónur tonnið. Rafbíll minnkar losun á Íslandi um þrjú tonn á ári sem er þá 33 þúsund krónur á ári. Til gamans má geta þess að kolefnisgjald er lagt á bensínlítrann sem nemur 10 krónum en ef kolefnisgjaldið fylgdi markaðsverði kolefnis ætti hann að vera 25 krónur í dag. Rafbílar munu minnka samfélagskostnað vegna skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Mikilvægt er að benda á að enn meiri samfélagsávinningur fæst með breyttum ferðvenjum eins og hjólreiðum og almenningssamgöngum. Ólíklegt er þó að einkabílanotkun leggist af og því nauðsynlegt að styðja bæði við breyttar ferðavenjur og orkuskipti bifreiða. Öllum ætti þó að vera ljóst að það fjármagn sem ríkið setur í þessa málaflokka er alls ekki kastað út í loftið heldur skilar það fjölþættum samfélagsávinningi sem vert er að fjárfesta í. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn. Með ívilnunum er ríkið í raun að fjárfesta í samfélagsávinningi sem fylgir því að kaupandi velur rafbíl í stað bensínbíls. Með öðrum orðum þá fylgir ákveðinn samfélagsávinningur slíkum kaupum sem snertir miklu fleiri en kaupandann sjálfan og myndar eftirsóknaverð verðmæti fyrir samfélagið allt. Orkuöryggi Með rafbílakaupum eykst orkuöryggi Íslands. Rafbíll nýtir innlenda orku í stað þess að vera háður innfluttu eldsneyti. Til að setja í samhengi samfélagsgildi orkuöryggis þá má benda á fæðuöryggi til samanburðar. Ríkið styrkir innlendan landbúnað um á annan tug milljarða á ári. Þessi styrkir eru ekki síst til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er því varla óeðlilegt að styrkja orkuöryggið líka enda jafn líklegt að hnökrar geti orðið á olíuinnflutningi til landsins eins og á matvælainnflutningi. Hagkvæmara raforkukerfi Raforkukostnaði íbúa má skipta í tvennt þ.e. raforkuframleiðslu og raforkudreifingu. Raforkudreifingin er áhugaverði hlutinn í þessu samhengi. Skoðum sem dæmi tíu húsa götu í glænýju hverfi. Það kostar talsverða fjárfestingu að leggja rafmagn í þessa götu og dreifikostnaðurinn sem íbúar borga á að standa undir þeirri fjárfestingu og viðhaldi. Ef fimm íbúar kaupa rafbíl þá aukast einfaldlega tekjurnar sem dreifiveitan fær þó svo að kostnaður hennar aukist oftast ekkert (sömu raflínur). Flutnings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast, umfram uppbyggingar- og viðhaldsþörf, þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa rafbílar möguleika á hagkvæmri geymslu raforku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöðunum, geta tekið út óhagkvæma afltoppa og dreift álagi með skilvirkari hætti. Rafbílar geta því lækkað samfélagskostnað raforkukerfisins talsvert. Mengun heilsuspillandi efna Bruni jarðefnaeldsneytis veldur heilsuspillandi mengun og er áætlað bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Hér á landi er þetta auðvitað miklu minna vandamál enda umferð minni og vindar tíðir. Samt sem áður eru klárlega heilsuspillandi efni að koma úr púströrum íslenskra bifreiða sem gott væri að losna við. Rafbílar eru því örlítið, en mikilvægt, innlegg í minni heilbrigðiskostnað t.d. vegna ýmissa öndunarfærasjúkdóma. Efnahagsstöðuleiki Innflutningur á olíu kostar þjóðina tugi milljarða á ári. Rafbílar draga ekki einungis úr útflæði gjaldeyris heldur minnkar líka óstöðuleikinn sem fylgir verðsveiflum á olíu. Rafbílavæðing er því alvöru samfélagsávinningur fyrir alla, ekki bara þá sem aka á slíkum tækjum. Minni hávaði Hávaði veldur streitu og kostnaði. Samfélög eru tilbúinn að fjárfesta í minni hávaða og eyða oft talsverðum upphæðum t.d. í hljóðmanir. Rafbílar minnka örlítið umferðarhávaða sem er klárlega samfélagsverðmæti. Minni losun gróðurhúsalofttegunda Ísland hefur, eins og nánast allar þjóðir heims, ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum undirritað alvöru skuldbindingar en ljóst er að verkefnið verður ekki ókeypis. Eini alvöru mælikvarðinn á hvað losun CO2 kostar er verð á losun á markaði. Verð á tonninu hefur verið í kringum 70 evrur undanfarið eða í kringum ellefu þúsund krónur tonnið. Rafbíll minnkar losun á Íslandi um þrjú tonn á ári sem er þá 33 þúsund krónur á ári. Til gamans má geta þess að kolefnisgjald er lagt á bensínlítrann sem nemur 10 krónum en ef kolefnisgjaldið fylgdi markaðsverði kolefnis ætti hann að vera 25 krónur í dag. Rafbílar munu minnka samfélagskostnað vegna skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Mikilvægt er að benda á að enn meiri samfélagsávinningur fæst með breyttum ferðvenjum eins og hjólreiðum og almenningssamgöngum. Ólíklegt er þó að einkabílanotkun leggist af og því nauðsynlegt að styðja bæði við breyttar ferðavenjur og orkuskipti bifreiða. Öllum ætti þó að vera ljóst að það fjármagn sem ríkið setur í þessa málaflokka er alls ekki kastað út í loftið heldur skilar það fjölþættum samfélagsávinningi sem vert er að fjárfesta í. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun