Klopp segir það óhjákvæmilegt að Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 08:45 Jürgen Klopp segir það klárt mál að Steven Gerrard taki við Liverpool í framtíðinni. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard snýr aftur á Anfield í dag, og nú í fyrsta skipti sem þjálfari í ensku úrvalsdeildinni, þegar Aston Villa heimsækir Liverpool. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, jós lofi yfir fyrrum fyrirliða liðsins í vikunni. „Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021 Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
„Þetta er mögnuð saga og ég get ekki ímyndað mér hvernig honum líður,“ sagði Klopp í samtali við BT Sport. „Ég veit að hann bað um að hafa þetta ekki of tilfinningaþrungið. Hann er reynslumikill þjálfari sem veit hvernig á að nálgast hlutina, en ég held að hann hafi ekki hugmynd um hvernig þetta verður þegar hann gengur út á völlinn.“ Klopp tók við Liverpool örfáum mánuðum eftir að Gerrard yfirgaf liðið, en Þjóðverjinn segist aðeins hafa heyrt jákvæða hluti um hans tíma hjá félaginu, en vonast til þess að hann hafi enga ástæðu til þess að fagna. „Ég hef ekki heyrt neinn segja neitt neikvætt um Gerrard síðan ég kom hingað, en hann mun vilja koma hingað til að vinna fótboltaleikinn.“ „Hann segir kannski að hann vilji ekki hafa þetta tilfinningaþrungna stund, en ég man hvernig þetta var þegar ég var með Borussia Dortmund og fór að spila á móti Mainz og við skoruðum. Ég gleymdi algjörlega minni sögu með Mainz og fagnaði eins og brjálæðingur.“ „Hann má alveg gera það líka, ég vona bara að hann hafi enga ástæðu til þess.“ Klopp var einnig spurður hvort að hann hafi trú á því að Gerrard taki við sem knattspyrnustjóri Liverpool einn daginn. „Já, ég held að það sé klárt mál. Hann er að gera frábæra hluti og er mjög ungur af knattspyrnustjóra að vera.“ „Hvenær er rétti tíminn fyrir menn að taka við sem knattspyrnustjór? Við sáum Frank Lampard gera það hjá Chelsea. En, já, ég held að við munum klárlega sjá það gerast - og það er gott fyrir alla.“ Klopp bætti einnig við að hann telji ekki að Gerrard þurfi að vinna titla áður en hann taki við Liverpool. „Ég veit ekki hvað þú þarft að gera til að taka við Liverpool. Ég veit að fólk segir að þú þurfir að vinna titla, en ég er ekki viss um það. Það er mikilvægara að vinna titla á meðan þú ert hérna frekar en að hafa unnið eitthvað í fortíðinni og allt þetta kjaftæði um að hafa sannað þig sem sigurvegari. Þú getur hafa unnið titla í fortíðinni og svo aldrei aftur,“ sagði Klopp að lokum. Jürgen Klopp 🤝 Steven GerrardLiverpool's boss on a legend returning to Anfield this weekend 🏟 pic.twitter.com/0QMWJH6jNt— Football on BT Sport (@btsportfootball) December 10, 2021
Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira