Keppa í snjó á CrossFit mótinu í eyðimörkinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 11:01 Sara Sigmundsdóttir og hinir keppendurnir á CrossFit-mótinu í Dúbaí keppa bæði í eyðimörk og í snjó í ár. Instagram/@sarasigmunds Keppendur í CrossFit íþróttinni eiga að geta átt von á öllu þegar kemur að keppnisgreinum, meira að segja að keppa í snjó þegar úti er þrjátíu stiga hiti og eyðimörk í næsta nágrenni. Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Það styttist óðum í endurkomumót Söru Sigmundsdóttur en Dubai CrossFit Championship fer fram helgina 16. til 18. desember næstkomandi. Sara er þarna að fara að keppa á einu stærsta CrossFit móti ársins aðeins átta mánuðum eftir aðgerð en þarf auðvitað að klára sína æfingalotu á réttan hátt til að ná því. Sara hefur sagt frá þeim efasemdaröddum sem hún heyrði um að þetta tækist hjá henni en hún er staðráðin að ná þessu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Sara verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Þuríður Erla Helgadóttir og Oddný Eik Gylfadóttir var líka boðið á mótið. Eik býr í Dúbaí og þar hefur Sara verið meðal annars að æfa með henni síðustu vikur. Þuríður Erla kemur þangað frá Sviss. Það eru auðvitað margir í CrossFit heiminum spenntir að sjá Söru keppa á ný en mótshaldarar eru líka þekktir fyrir að prófa nýja hluti á þessu árlega CrossFit móti í eyðimörkinni. Á því verður augljóslega engin breyting núna því fréttir hafa borist af nýjum keppnisstað á mótinu. Síðustu ár hafa keppendur meðal annars verið sendir út að hlaupa í eyðimörkinni, synda í sjónum auk þess að keppa á sjálfum keppnisvellinum. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) Nú ætla mótshaldarar að halda eina keppnisgreinina í hinni heimsfrægu skíðahöll í Dúbaí. Þarna er á ferðinni fyrsta innanhúss skíðahöllin í Miðausturlöndum. Skíðahöllin bíður upp á bestu aðstæður til skíðaiðkunar þótt úti sé vel yfir þrjátíu stiga hiti. Með því að tilkynna þetta tveimur vikum fyrir keppni er nægur tími fyrir CrossFit heiminn og aðra að reyna að geta sér til um hvernig greinin verður þar sem keppt verður í snjó. Keppendur hafa keppt í sjósundi, eyðimerkurhlaupi, kajakróðri og hjólreiðum í CrossFit keppnum síðustu ár en þurfa kannski að skella sér á skíði eða snjóbretti að þessu sinni.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira