Hættir á þingi til að stýra fyrirtæki Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2021 15:03 Devin Nunes var fyrst kjörinn á þing árið 2002. AP/Carolyn Kaster Devin Nunes, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, ætlar að hætta á þingi í lok mánaðarins til að taka að sér stjórn nýs fjölmiðlafyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta. Fyrirtækið heitir Trump Media & Technology Group og mun Nunes taka við stjórn þess í byrjun næsta árs. Nunes var fyrst kjörinn á þing árið 2002, þá þrítugur, en í fyrra var hann kjörinn í tíunda sinn og átti að sitja á þingi til minnst 2023. Síðasta kjörtímabil reyndist honum þó nokkuð erfitt. Hann vann andstæðing sinn úr Demókrataflokknum með naumindum og baráttan svo gott sem tæmdi kosningasjóði hans. Þá hafa Demókratar í Kaliforníu unnið að því að breyta kjördæmi hans í Kaliforníu svo honum gæti reynst mjög erfitt að ná endurkjöri árið 2023, samkvæmt frétt Politico. Í frétt Washington Post segir að ef Repúblikanar nái aftur meirihluta í fulltrúadeildinni á næsta ári hefði Nunes getað orðið formaður einnar valdamestu nefndar fulltrúadeildarinnar. Einn helsti stuðningsmaður Trumps Nunes hefur á undanförnum árum skipað sér sess meðal helstu stuðningsmanna Trumps á þingi. Í tilkynningu um vistaskiptin sagði hann að nú væri tími til kominn til að „enduropna“ internetið og leyfa frjálst flæði hugmynda og tjáningar án ritskoðunar. Hann sagði Bandaríkin hafa gert drauminn um internetið að raunveruleika og það yrði bandarískt fyrirtæki sem myndi endurvekja drauminn. Devin Nunes stendur hér fyrir aftan Donald Trump á blaðamannafundi 2018.AP/Carolyn Kaster TMTG ætlar að opna nýjan samfélagsmiðil á næsta ári en hefur í raun ekki gefið neitt út enn. Fyrirtækið hafði gefið út að beta-útgáfa nýs samfélagsmiðils yrði opinberuð í síðasta mánuði en það gerðist ekki. Þá hafa einungis tveir háttsettir starfsmenn fyrirtækisins verið opinberaðir, áður en Nunes kom til sögunnar. Það er Trump sjálfur sem stjórnarformaður, og Scott St. John, sem er yfir streymismálum hjá fyrirtækinu. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Strax til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna er með þetta nýjasta fyrirtæki Trumps til skoðunar. Það er vegna samkomulags sem fyrirtækið gerði við Digital World Acquisition Corp um skráningu TMTG á mörkuðum. Samkvæmt frétt BBC hefur stofnunin leitað eftir skjölum um fjárfesta og viðskipti fyrirtækisins en áðurnefnt samkomulag felur í sér sameiningu fyrirtækjanna tveggja og þar af leiðendi markaðsskráningu TMTG. Í skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í gær eru tveir starfsmenn TMTG nefndir sem Josh A. og Billy B. Sá fyrrnefndi er sagður fara fyrir tæknimálum og sá síðarnefndi er yfirmaður vörumála. Í fjárfestakynningu segir að TMTG muni keppa við tæknirisa eins og Twitter, Amazon og Disney Plus á næstu árum og að notendafjöldi þess gæti verið orðinn 81 milljón árið 2026 og tekjur 3,5 milljarðar dala. Bandaríkin Donald Trump Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Nunes var fyrst kjörinn á þing árið 2002, þá þrítugur, en í fyrra var hann kjörinn í tíunda sinn og átti að sitja á þingi til minnst 2023. Síðasta kjörtímabil reyndist honum þó nokkuð erfitt. Hann vann andstæðing sinn úr Demókrataflokknum með naumindum og baráttan svo gott sem tæmdi kosningasjóði hans. Þá hafa Demókratar í Kaliforníu unnið að því að breyta kjördæmi hans í Kaliforníu svo honum gæti reynst mjög erfitt að ná endurkjöri árið 2023, samkvæmt frétt Politico. Í frétt Washington Post segir að ef Repúblikanar nái aftur meirihluta í fulltrúadeildinni á næsta ári hefði Nunes getað orðið formaður einnar valdamestu nefndar fulltrúadeildarinnar. Einn helsti stuðningsmaður Trumps Nunes hefur á undanförnum árum skipað sér sess meðal helstu stuðningsmanna Trumps á þingi. Í tilkynningu um vistaskiptin sagði hann að nú væri tími til kominn til að „enduropna“ internetið og leyfa frjálst flæði hugmynda og tjáningar án ritskoðunar. Hann sagði Bandaríkin hafa gert drauminn um internetið að raunveruleika og það yrði bandarískt fyrirtæki sem myndi endurvekja drauminn. Devin Nunes stendur hér fyrir aftan Donald Trump á blaðamannafundi 2018.AP/Carolyn Kaster TMTG ætlar að opna nýjan samfélagsmiðil á næsta ári en hefur í raun ekki gefið neitt út enn. Fyrirtækið hafði gefið út að beta-útgáfa nýs samfélagsmiðils yrði opinberuð í síðasta mánuði en það gerðist ekki. Þá hafa einungis tveir háttsettir starfsmenn fyrirtækisins verið opinberaðir, áður en Nunes kom til sögunnar. Það er Trump sjálfur sem stjórnarformaður, og Scott St. John, sem er yfir streymismálum hjá fyrirtækinu. Sjá einnig: Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Strax til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna er með þetta nýjasta fyrirtæki Trumps til skoðunar. Það er vegna samkomulags sem fyrirtækið gerði við Digital World Acquisition Corp um skráningu TMTG á mörkuðum. Samkvæmt frétt BBC hefur stofnunin leitað eftir skjölum um fjárfesta og viðskipti fyrirtækisins en áðurnefnt samkomulag felur í sér sameiningu fyrirtækjanna tveggja og þar af leiðendi markaðsskráningu TMTG. Í skráningu hjá Fjármálaeftirlitinu sem birt var í gær eru tveir starfsmenn TMTG nefndir sem Josh A. og Billy B. Sá fyrrnefndi er sagður fara fyrir tæknimálum og sá síðarnefndi er yfirmaður vörumála. Í fjárfestakynningu segir að TMTG muni keppa við tæknirisa eins og Twitter, Amazon og Disney Plus á næstu árum og að notendafjöldi þess gæti verið orðinn 81 milljón árið 2026 og tekjur 3,5 milljarðar dala.
Bandaríkin Donald Trump Tækni Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49 Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13 „Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59 Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Kosningastarfsmenn kæra vegna falsfrétta í Georgíu og hótana Tveir kosningastarfsmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa höfðað mál gegn hægri-öfgasíðunni Gateway Pundit vegna falsfrétta á vefnum um að þær hafi framið kosningasvik í forsetakosningunum í fyrra. Fréttaflutningur miðilsins hafi leitt til þess að þær hafi verið ofsóttar og áreittar. 2. desember 2021 23:49
Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Bandaríkin eru í fyrsta skiptin talin á meðal ríkja þar sem lýðræði fer hnignandi í skýrslu norrænnar hugveitu um stöðu lýðræðis í heiminum. Meiri en helmingur ríkja heims er talinn í sömu sporum og Bandaríkin. 23. nóvember 2021 13:13
„Seiðmaðurinn“ dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, hefur dæmdur í 41 mánaðar fangelsi fyrir aðkomu hans að árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði farið fram á þunga refsingu til að setja fordæmi í aðdraganda fleiri dómsmála gegn fólki sem tók þátt í árásinni. 17. nóvember 2021 17:59
Afneita eigin þingkonu vegna gagnrýni hennar á Trump Repúblikanar í Wyoming í Bandaríkjunum samþykktu að afneita Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins, og hvöttu landsnefnd flokksins til þess að reka hana. Staðföst gagnrýni Cheney á hlut Donalds Trump í árásinni á bandaríska þinghúsið fer fyrir brjóstið á flokkssystkinum hennar. 17. nóvember 2021 13:28
Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42