Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2021 07:01 Atlético Madríd eru sem stendir í neðsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Cristian Trujillo/Getty Images Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira