„Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 23:01 Kristinn Kjærnested ræddi við Henry Birgi um tíma sinn sem formaður KR. Stöð 2 Sport Fagnaðarlæti í íþróttum eiga það til að fara úr böndunum, bæði innan vallar sem utan. Það er þó sjaldan sem bíllyklar koma við sögu en það gerðist þó er Kristinn Kjærnested fagnaði ásamt góðvini sínum Jónasi Kristinssyni hér um árið. Í síðasta þætti af Foringjunum ræddi Henry Birgir Gunnarsson við Kristinn Kjærnested. Hann gegndi stöðu formanns KR til margra ára. Í þáttunum - sem sýndir eru á Stöð 2 Sport - er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Kristinn fór yfir víðan völl í þættinum og rifjaði meðal annars upp þegar hann slasaði Jónas með bíllykli sínum er þeir fögnuðu mikilvægu marki fyrir 15 árum síðan. „Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur," sagði Kristinn er Henry Birgir bar söguna undir hann. „Það var þannig að Guðmundur Pétursson skorar í uppbótartíma á Laugardalsvellinum og tryggir okkur í raun Evrópusæti. Jónas kemur hlaupandi til mín, við stóðum ekki hlið við hlið og ég að honum. Ég er með hendurnar í vasanum og ríf upp bíllykilinn og ég bara gataði hann,“ sagði Kristinn um fagnaðarlæti þeirra. Þeir höfðu heldur betur ástæðu til að fagna en mark Guðmundar kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í lokaumferð efstu deildar karla í knattspyrnu sumarið 2006. Ekki nóg með það heldur var mótherjinn Valur og jafnteflið tryggði KR 2. sætið í deildinni á kostnað Vals. Klippa: Foringjarnir: Fagnaðarlæti sem enduðu með ósköpum „Það fossblæddi hjá kappanum og hann þurfti að fara upp á spítala en þetta endaði vel. Þetta var frekar neyðarlagt, það verður að segjast eins og er. Hann gat eiginlega ekkert fagnað því honum leið ekki vel eftir þetta. Ég eyðilagði kvöldið,“ sagði Kristinn hlægjandi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KR Foringjarnir Tengdar fréttir Þökk sé honum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. 6. desember 2021 13:01 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Í síðasta þætti af Foringjunum ræddi Henry Birgir Gunnarsson við Kristinn Kjærnested. Hann gegndi stöðu formanns KR til margra ára. Í þáttunum - sem sýndir eru á Stöð 2 Sport - er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Kristinn fór yfir víðan völl í þættinum og rifjaði meðal annars upp þegar hann slasaði Jónas með bíllykli sínum er þeir fögnuðu mikilvægu marki fyrir 15 árum síðan. „Hann átti það nú ekki skilið, minn kæri vinur," sagði Kristinn er Henry Birgir bar söguna undir hann. „Það var þannig að Guðmundur Pétursson skorar í uppbótartíma á Laugardalsvellinum og tryggir okkur í raun Evrópusæti. Jónas kemur hlaupandi til mín, við stóðum ekki hlið við hlið og ég að honum. Ég er með hendurnar í vasanum og ríf upp bíllykilinn og ég bara gataði hann,“ sagði Kristinn um fagnaðarlæti þeirra. Þeir höfðu heldur betur ástæðu til að fagna en mark Guðmundar kom þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í lokaumferð efstu deildar karla í knattspyrnu sumarið 2006. Ekki nóg með það heldur var mótherjinn Valur og jafnteflið tryggði KR 2. sætið í deildinni á kostnað Vals. Klippa: Foringjarnir: Fagnaðarlæti sem enduðu með ósköpum „Það fossblæddi hjá kappanum og hann þurfti að fara upp á spítala en þetta endaði vel. Þetta var frekar neyðarlagt, það verður að segjast eins og er. Hann gat eiginlega ekkert fagnað því honum leið ekki vel eftir þetta. Ég eyðilagði kvöldið,“ sagði Kristinn hlægjandi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KR Foringjarnir Tengdar fréttir Þökk sé honum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. 6. desember 2021 13:01 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þökk sé honum sprungu allir úr hlátri í KR-klefanum þrátt fyrir 7-0 tap Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður Knattspyrnudeildar KR, var nýjasti gestur Henry Birgis Gunnarssonar í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. 6. desember 2021 13:01