Rangnick horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfurum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 15:31 Chris Armas virðist á leið til Manchester-borgar. Hector Vivas/Getty Images Nýráðinn þjálfari enska knattspyrnuliðsins Manchester United, Ralf Rangnick, horfir til New York í leit að aðstoðarþjálfara. Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira
Ralf Rangnick hóf þjálfaratíð sína hjá Man United með góðum 1-0 sigri á Crystal Palace um helgina. Þó mörkin hafi látið á sér standa var hinn 63 ára gamli Þjóðverji sáttur með frammistöðu síns liðs. Sigurinn var ef til vill merkilegri fyrir þær sakir að undanfarin tvö ár hefur Palace mætt á Old Trafford og farið með sigur af hólmi. Þrátt fyrir sigurinn stefnir Rangnick á að bæta hóp Manchester-liðsins, það er þjálfarahóp þess. Michael Carrick – sem stýrði liðinu milli þess sem Ole Gunnar Solskjær var rekinn og Rangnick tók við – ákvað að vera ekki áfram. Ralf Rangnick vill fá Gerhard Struber sem aðstoðarmann sinn hjá Manchester United.MLSSOCCER Rangnick hafði þegar gefið út að hann myndi leitast eftir að ráða inn nýjan aðstoðarþjálfara og nú er þörfin enn meiri fyrst Carrick er horfinn á braut. Rangnick þekkir vel til en benti einnig á að flestir af hans fyrrum samstarfsmönnum væru starfandi hjá sumum stærstu félögum Evrópu og því erfitt að leita til þeirra. Er það ef til vill ástæðan fyrir því að hann virðist ætla að leita út fyrir landsteinana. Samkvæmt enska götublaðinu The Sun horfir Rangnick til Gerhard Struber sem starfar í dag fyrir New York Red Bulls, systurfélags RB Leipzig sem Rangnick starfaði fyrir hér á árum áður. Struber er 44 ára gamall Austurríkismaður og þjálfaði yngri lið RB Salzburg, annað systurlið Leipzig, áður en hann færði sig yfir í meistaraflokks fótbolta. Hann þekkir til á Englandi eftir að hafa þjálfað Barnsley frá 2019 til 2020. Ljóst að Struber deilir sömu hugmyndafræði og Rangnick svo stóra spurningin er nú hvort sá síðarnefndi geti sannfært Austurríkismanninn um að skipta New York út fyrir Manchester. Chris Armas will be on Ralf Rangnick s staff @ManUtd and will be announced in the next few days. He was given his work permit this morning. Their history goes all the way back to @NewYorkRedBulls.— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) December 6, 2021 Ekki nóg með það heldur virðist sem Rangnick ætli einnig að næla í fyrrum þjálfara New York, sá heitir Chris Armas og er 49 ára Banddaríkjamaður. Armas lék með Chicago Fire og LA Galaxy ásamt því að spila 66 landsleiki. Hann skapaði sér hins vegar nafn hjá New York Red Bulls þar sem hann var aðstoðarþjálfari frá 2015 til 2018 og aðalþjálfari frá 2018 til 2020. Síðan þá hefur hann starfað fyrir Toronto FC en virðist nú á leið til Manchester.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjá meira