Goðsögnin Origi: Stígur upp þegar mest á reynir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2021 16:31 Þegar allt annað þrýtur er gott að eiga einn Divock Origi á bekknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images Það virðist sem Divock Origi skori einungis þegar stórstjörnur Liverpool-liðsins eru heillum hornfar og það stefnir í að liðið tapi stigum. Það gerðist um helgina er Liverpool vann 1-0 sigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni. Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það voru komnar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Wolves og Liverpool þegar Mohamed Salah gaf á Divock Origi inn í vítateig Úlfanna. Origi – með bakið í markið – náði að snúa með boltann og renna honum í netið framhjá varnarlausum José Sá í marki heimamanna. Liverpool vann leikinn 1-0 og er nú aðeins stigi á eftir toppliði Manchester City. Origi hefur nú skorað 39 mörk í 166 leikjum fyrir Liverpool en það breytti því ekki að hann er goðsögn hjá félaginu. Spyrjið bara Jürgen Klopp. „Farðu út á völl og vertu bara Divock,“ voru skilaboðin sem sóknarmaðurinn fékk örskömmu áður en hann var sendur á vettvang til að bjarga málunum enn á ný. Liverpool keypti Origi á 10 milljónir punda frá franska félaginu Lille árið 2014. Hann skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir félagið, gegn Southampton í deildarbikarnum. Síðan Klopp tókst að búa til þetta ógnarsterka Liverpool-lið sem við þekkjum í dag hefur Origi mestmegnis setið á bekknum. Few boast such a remarkable collection of spine-tingling moments. Few have been responsible for so many splayed limbs. Divock Origi s ratio of goals that resonate is truly unprecedented. #LFC #Origi https://t.co/BoJaiPgNgc— James Pearce (@JamesPearceLFC) December 5, 2021 Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma inn á þegar liðinu nauðsynlega vantar mark. Ásamt mörkunum frægu gegn Barcelona þá skoraði hann jöfnunarmark gegn West Bromwich Albion í uppbótartíma þegar Klopp var nýtekinn við. Tímabilið 2018-2019 skoraði hann sigurmark gegn Everton eftir skelfileg mistök Jordan Pickford þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Það var hans fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni í 19 mánuði. Hann skoraði einnig mark gegn Newcastle United sem sá til þess að titilbaráttan var enn galopin í lokaleik tímabilsins 2018-2019. Hann kom inn af bekknum í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og tryggði Liverpool 2-0 sigur á Tottenham Hotspur. Af þeim 39 mörkum sem Origi hefur skorað fyrir Liverpool hafa 11 komið eftir að hann kom inn á sem varamaður. Jafn mörg hefur hann skorað á 83. mínútu eða síðar í leikjum sínum fyrir félagið. WOW! Unreal feeling. Was a scrap but that s why we always fight to the end P.s. I ll take my grandkids to visit the Divock Origi statue one day WHAT A MAN #YNWA pic.twitter.com/FYkUq7Yq61— Andy Robertson (@andrewrobertso5) December 4, 2021 Þó svo að Klopp óski þess að Origi finni sér þjálfara sem gefi honum meiri tíma inn á vellinum er ljóst að Liverpool mun sagna hans mikið ef hann ákveður að halda á vit nýrra ævintýra.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55 Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Origi hetja Liverpool Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. desember 2021 16:55
Klopp: „Origi er goðsögn“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni. 5. desember 2021 07:01