„Ég tók ekki í gikkinn,“ segir niðurbrotinn Baldwin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2021 08:01 Baldwin minnist Hutchins í viðtalinu og segir hana hafa verið elskaða og dáða af öllum. Getty/MEGA/GC „Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á. Viðtalið verður birt á ABC í kvöld en Stephanopoulus segir um að ræða eitt erfiðasta verkefnið sem hann hefur sinnt á 20 ára ferli sínum hjá ABC. Baldwin hefði verið gjörsamlega miður sín en afar opinn. Í klippum sem hafa verið birtar af samtalinu sést leikarinn ítrekað brotna niður. Stephanopoulus spyr Baldwin meðal annars að því hvernig stóð á því að raunveruleg byssukúla var á tökustað en leikarinn segist ekki hafa hugmynd um hvernig á því stóð. „Einhver setti virka kúlu í byssu. Kúlu sem átti ekki einu sinni að vera á staðnum,“ segir hann. Rannsókn lögreglu miðar nú ekki síst að því að komast að því hvaðan kúlan kom og fyrr í vikunni fékk hún heimild til að gera leit hjá skotvopnasala. Í gögnum kemur fram að skotfærin sem notuð voru á tökustað hafi komið úr nokkrum mismunandi áttum. Í viðtalinu segir Baldwin Hutchins hafa verið elskaða og dáða af öllum. Asked by @GStephanopoulos how a real bullet got on the "Rust" set, Alec Baldwin says: “I have no idea. Someone put a live bullet in a gun. A bullet that wasn’t even supposed to be on the property.”Watch TOMORROW 8pm ET on ABC and stream later on @hulu. https://t.co/fJQly1za1T pic.twitter.com/OnpDuYERiC— ABC News (@ABC) December 1, 2021 Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37 Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Viðtalið verður birt á ABC í kvöld en Stephanopoulus segir um að ræða eitt erfiðasta verkefnið sem hann hefur sinnt á 20 ára ferli sínum hjá ABC. Baldwin hefði verið gjörsamlega miður sín en afar opinn. Í klippum sem hafa verið birtar af samtalinu sést leikarinn ítrekað brotna niður. Stephanopoulus spyr Baldwin meðal annars að því hvernig stóð á því að raunveruleg byssukúla var á tökustað en leikarinn segist ekki hafa hugmynd um hvernig á því stóð. „Einhver setti virka kúlu í byssu. Kúlu sem átti ekki einu sinni að vera á staðnum,“ segir hann. Rannsókn lögreglu miðar nú ekki síst að því að komast að því hvaðan kúlan kom og fyrr í vikunni fékk hún heimild til að gera leit hjá skotvopnasala. Í gögnum kemur fram að skotfærin sem notuð voru á tökustað hafi komið úr nokkrum mismunandi áttum. Í viðtalinu segir Baldwin Hutchins hafa verið elskaða og dáða af öllum. Asked by @GStephanopoulos how a real bullet got on the "Rust" set, Alec Baldwin says: “I have no idea. Someone put a live bullet in a gun. A bullet that wasn’t even supposed to be on the property.”Watch TOMORROW 8pm ET on ABC and stream later on @hulu. https://t.co/fJQly1za1T pic.twitter.com/OnpDuYERiC— ABC News (@ABC) December 1, 2021
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11 Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37 Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44 Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Segir ekkert í handritinu hafa kallað eftir því að hleypt væri af byssunni Skrifta sem starfaði við tökur á kvikmyndinni Rust hefur höfðað mál á hendur leikaranum Alec Baldwin og öðrum aðstandendum myndarinnar en hún segir að atriðið sem verið var að mynda þegar byssuskot varð upptökustjóranum Halyna Hutchins að bana hafi ekki kallað á að Baldwin handléki byssuna eða hleypti af. 18. nóvember 2021 07:11
Stefnir Alec Baldwin og fleiri vegna dauða Hutchins Rafvirki í tökuliði kvikmyndarinnar Rust hefur stefnt leikaranum Alec Baldwin og nokkrum til viðbótar í tökuliðinu vegna dauða kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins í síðasta mánuði. 11. nóvember 2021 07:37
Vopnavörðurinn segir einhvern hafa sett skot í byssuna Vopnavörður kvikmyndarinnar Rust segir mögulegt að einhver hafi sett hefðbundið byssuskot í byssu sem notuð var við æfingar fyrir tökur. Leikarinn Alec Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana með byssunni. 4. nóvember 2021 09:44
Baldwin rýfur þögnina um skotið sem banaði Halynu Hutchins Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðla um voðaskotið sem varð Halynu Hutchins að bana í fyrsta skipti í dag. Hann segir hana hafa verið vinkonu sína og að honum hafi verið bannað að ræða smáatriði málsins þar sem formleg rannsókn væri í gangi. 30. október 2021 22:48