Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2021 07:37 Meðlimir peningastefnunefndar Seðlabankans. Mynd/Seðlabankinn Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. Stýrivextir eru nú tvö prósent eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósentustiga hækkun þann 17. nóvember síðastliðinn. Stýrivextir hafa hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði en í mars voru þeir sögulega lágir, 0,75 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í gær kemur fram að að nefndarmenn hafi allir verið sammála tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, um að hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Ekki alltaf samstíga Nefndin hefur ekki alltaf verið samstíga að undanförnu. Í síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum á á undan þeirri síðustu vildu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður hækka stýrivexti meira en seðlabankastjóri lagði til. Í bæði skiptin lagði seðlabankastjóri til 0,25 prósentustiga hækkun en Gunnar og Gylfi vildu 0,5 prósentustiga hækkun. Þeir voru þó sammála öðrum nefndarmönnum í þetta skiptið nú þegar lögð var fram tillaga um 0,5 prósentustiga hækkun. Rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að hækka þyrfti stýrivextina. Rætt var um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig. Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila væru líklega meiri nú en áður fyrr í ljósi hærri hlutdeildar óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og því væri betra að taka áfram varfærin skref. Einnig ætti eftir að koma í ljós hver áhrifin yrðu af samspili vaxtahækkana og nýlegrar beitingar þjóðhagsvarúðartækja. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.Vísir/Vilhelm Jafnframt var bent á að þegar dregið yrði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda gæti atvinnuleysi aukist á ný. Í ljósi þessa komu fram áhyggjurum að efnahagsbatinn gæti orðið brothættur. Verðbólgan hafi verið þrálátari Helstu rök sem fram komu fyrir því að taka stærra skref voru þau að verðbólga hefði verið þrálátari og verðbólguhorfur versnað á sama tíma og langtímaverðbólguvæntingar hefðu hækkað á suma mælikvarða. Einnig væri kröftugur bati á vinnumarkaði, atvinnuleysi hefði minnkað og útlit væri fyrir meiri hækkun launakostnaðar á næstu misserum en áður var gert ráð fyrir. Fram kom í umræðu á fundinum að hætta væri á að aukin innflutt verðbólga myndi jafnframt leiða til aukinnar innlendrar verðbólgu svo sem frekari hækkunar á verði þjónustu. Mikilvægt væri því að stíga fast til jarðar til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið veiktist. Með hliðsjón af þeirru umræðu sem fór fram á fundinum lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér. Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Stýrivextir eru nú tvö prósent eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósentustiga hækkun þann 17. nóvember síðastliðinn. Stýrivextir hafa hækkað nokkuð bratt undanfarna mánuði en í mars voru þeir sögulega lágir, 0,75 prósent. Í fundargerð peningastefnunefndar sem birt var í gær kemur fram að að nefndarmenn hafi allir verið sammála tillögu Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar, um að hækka stýrivexti um 0,5 prósent. Ekki alltaf samstíga Nefndin hefur ekki alltaf verið samstíga að undanförnu. Í síðustu tveimur stýrivaxtaákvörðunum á á undan þeirri síðustu vildu Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, og Gylfi Zoëga, prófessor og utanaðkomandi nefndarmaður hækka stýrivexti meira en seðlabankastjóri lagði til. Í bæði skiptin lagði seðlabankastjóri til 0,25 prósentustiga hækkun en Gunnar og Gylfi vildu 0,5 prósentustiga hækkun. Þeir voru þó sammála öðrum nefndarmönnum í þetta skiptið nú þegar lögð var fram tillaga um 0,5 prósentustiga hækkun. Rætt um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig Í fundargerðinni kemur fram að allir nefndarmenn hafi verið þeirrar skoðunar að hækka þyrfti stýrivextina. Rætt var um hækkun á bilinu 0,25-0,75 prósentustig. Helstu rök sem komu fram fyrir því að taka minna skref voru þau að áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði heimila væru líklega meiri nú en áður fyrr í ljósi hærri hlutdeildar óverðtryggðra lána á breytilegum vöxtum og því væri betra að taka áfram varfærin skref. Einnig ætti eftir að koma í ljós hver áhrifin yrðu af samspili vaxtahækkana og nýlegrar beitingar þjóðhagsvarúðartækja. Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar bankans.Vísir/Vilhelm Jafnframt var bent á að þegar dregið yrði úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda gæti atvinnuleysi aukist á ný. Í ljósi þessa komu fram áhyggjurum að efnahagsbatinn gæti orðið brothættur. Verðbólgan hafi verið þrálátari Helstu rök sem fram komu fyrir því að taka stærra skref voru þau að verðbólga hefði verið þrálátari og verðbólguhorfur versnað á sama tíma og langtímaverðbólguvæntingar hefðu hækkað á suma mælikvarða. Einnig væri kröftugur bati á vinnumarkaði, atvinnuleysi hefði minnkað og útlit væri fyrir meiri hækkun launakostnaðar á næstu misserum en áður var gert ráð fyrir. Fram kom í umræðu á fundinum að hætta væri á að aukin innflutt verðbólga myndi jafnframt leiða til aukinnar innlendrar verðbólgu svo sem frekari hækkunar á verði þjónustu. Mikilvægt væri því að stíga fast til jarðar til þess að lágmarka hættuna á að verðbólga yrði enn þrálátari og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið veiktist. Með hliðsjón af þeirru umræðu sem fór fram á fundinum lagði seðlabankastjóri til að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,5 prósentur. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra. Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér.
Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því tvö prósent. 17. nóvember 2021 08:30
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. 20. október 2021 17:04