Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 13:18 Birgir Ármannsson hefur tekið við sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira