Funda stíft um stjórnarsáttmálann í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. nóvember 2021 13:30 Ný ríkisstjórn mun væntanlega líta dagsins ljós á morgun. Vísir/Vilhelm Stofnanir stjórnarflokkanna funda í dag þar sem stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun verður stjórnarsáttmálinn síðan kynntur opinberlega en formenn stjórnarflokkanna hafa lítið viljað gefa upp um innihald hans. Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Áætlað er að nýr stjórnarsáttmáli líti dagsins ljós á morgun en stofnanir stjórnarflokkanna funda saman núna síðdegis til að fara yfir málin. Vinstri græn munu funda klukkan 14:00 en fundir Sjálfstæðisflokksins verða tvískiptir. Annars vegar hefst þingflokksfundur núna klukkan 13:30 og klukkan 15 hefst flokksráðsfundur en um er að ræða bæði fjar- og staðfundi. Framsóknarflokkurinn fundar einnig í dag en um er að ræða fjarfundi að mestu sem hefjast klukkan 15. Þingmenn funda þó í persónu. Eftir þingflokksfund stjórnarflokkanna á morgun mun til að mynda koma í ljós hvort ráðherrum verður fjölgað um einn og nýtt innviðaráðuneyti stofnað en líklegt er að svo verði. Síðasta ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, var skipuð fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks, þremur frá Framsóknarflokki og þremur frá Vinstri grænum. Framsókn bætti þó við sig fimm þingmönnum eftir kosningarnar í september á meðan Vinstri græn misstu þrjá þingmenn. Mun það skýrast á morgun hvernig ráðuneytin skiptast í hinni nýju ríkisstjórn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans í gær. Sagði hann að um var að ræða spennandi verkefni en að þrír væru í þessu sambandi sem öll þyrftu að taka tillit til hvers annars. Katrín Jakobsdóttir vildi sömuleiðis lítið gefa upp um innihald stjórnarsáttmálans en hún sagði hann bera þess merki að flokkarnir væru búnir að vinna saman í fjögur ár. Að sögn Katrínar er áætlað að stefnuræða forsætisráðherra verði flutt á miðvikudag. Þá verður fjárlagafrumvarpinu líklega dreift á þriðjudag og það tekið til umræðu þann 1. desember. Aðspurð um hvort það hefði tekið skemmri tíma að mynda ríkisstjórn ef ekki væri fyrir ferlið sem fór af stað í kringum kosningarnar í Norðvesturkjördæmi segir Katrín svo vera. „Við hefðum geta verið fyrr á ferð, alveg tvímælalaust, en við vorum öll sammála að það væri mikilvægt að þingið kæmist að niðurstöðu og það væri hreinlega ekki rétt að stofna til ríkisstjórnar,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Ætla að kynna nýja ríkisstjórn á sunnudaginn Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ætla að funda með lykilfólki í flokkunum sínum á morgun og kynna fyrir þeim stjórnarsáttmála. Leggi þeir blessun sína yfir stjórnarsáttmálann verður hann kynntur fyrir þjóðinni á sunnudag. 26. nóvember 2021 13:57
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35