Fílabeinsturninn og Landspítali Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 25. nóvember 2021 21:30 Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þau sem stödd eru í fílabeinsturni, vita sjaldnast af því. Þannig skynja þau jafnvel ekki forréttindi sín, gera sér ekki grein fyrir takmörkunum sínum og sjá óskýrt stöðu mála. Þessu hef ég kynnst af eigin raun. Þegar ég hóf störf sem sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi hóf ég samhliða að starfa sem jöklaleiðsögumaður í hlutastarfi. Þar fór ég með ferðamenn í ævintýraferðir á jökla, með brodda á fótum og belti um mitti. Jöklastarfið var um margt merkilegt þar sem ég fékk að upplifa skemmtilegasta starf í heimi, enda umkringdur jákvæðum ferðamönnum, íslenskri náttúru og samhuga samstarfsmönnum. En það var annað sem ég fékk að upplifa sem var ansi merkilegt. Ég var í framlínustarfi. Stökkið frá toppi turnsins var ansi langt þar sem ég var allt í einu í framvarðasveitinni. Fram að þeim tíma hafði ég alltaf starfað ofarlega á stjórnunarstigi vinnustaða, sem verkefnastjóri, stjórnandi og ráðgjafi. Á tíðum var ég fullkomlega ómeðvitaður um fílabeinsturninn sem ég var í. Þar var ég að taka ákvarðanir og innleiða breytingar eftir bestu vitund, mestu einlægni og vilja til þess að hafa áhrif til umbóta. Svo var ég allt í einu starfsmaður á plani. Starfmaður sem var farinn að fá tölvupósta, frá fólki sem ég hafði ekki séð, um hagræðingar og aðhald, skipuritsbreytingar, gildi og nýja stefnu. Á sama tíma var ekki hlustað á óskir starfsfólks um nauðsynlegar lagfæringar á húsnæði og almennar tillögur um umbætur. Um leið og ég var að furða mig á þessum hvötum stjórnenda áttaði ég mig á því að ég var einu sinni á nákvæmlega sama stað og hafði í blindni sent svipaðar tilkynningar til míns starfsfólks. Jöklaleiðsögnin reyndist mér verðmætur skóli og hefur haft töluverð áhrif á mig sem ráðgjafa. Þegar ég starfa með stjórnendum í dag, reyni ég eins og best ég get, að setja mig inn í hugarheim starfsfólks. Svo að stjórnendur sem ég starfa með séu ekki fastir í fílabeinsturninum. Til þessa hafa nokkur lykilatriði reynst vel, en þau eru helst að hafa réttar upplýsingar um starfsemina, hafa virkt samtal við starfsfólk og, það sem ég tel mikilvægast, treysta þeim og láta þá finna fyrir því trausti. Setjum þetta í samhengi. Ljóst er að rík hætta er á of mikilli fjarlægð frá stjórnvaldi til stjórnenda og starfsmanna stofnana landsins. Nærtækasta dæmið í dag er staða Landspítala. Opinber umræða þar gefur til kynna að upplifanir ráðherra og ráðuneytis annars vegar og stjórnenda/starfsfólks spítalans séu ólíkar. Eflaust eru til staðar einhverjir mælikvarðar sem lesið er í en á móti má spyrja hversu virkt samtalið er við fólkið í framlínunni. Velta má því upp hvort stjórnvöld myndu haga málum öðruvísi, t.d. ef þau myndu sitja vikulega stöðufundi stjórnenda þar sem farið er yfir stöðu og álag spítalans. Það þarf ekki að sitja marga slíka fundi til að fá álagið beint í æð – sem gæti kveikt í nýjum vilja til umbóta. Þá myndu viðbrögð stjórnvalda kannski vera af þeim toga að starfsfólki finnist því vera treyst fyrir starfi sínu. Vandinn við fílabeinsturninn er að það er erfitt að átta sig á því að maður sitji á toppi hans. Það get ég vottað fyrir. Hvatir eru einlægar og trúin á því að maður sé að starfa í allra hag er yfirgnæfandi. Þannig er maður jafnvel blindaður af eigin góðmennsku, þannig að maður sér ekki veikleika eigin aðgerða. Samt eru allir vissulega að gera sitt besta. Það má segja að þessi skrif séu skrifuð úr mínum fílabeinsturni. En ég get aftur á móti fullyrt að starfsfólk á plani veit margt og á þau má hlusta. Höfundur er stjórnunarráðgjafi.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun