Lögreglan sögð leita Jimmy Hoffa í landfyllingu í New Jersey Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2021 08:15 Þannig vill til að gera á Skyway Park, þar sem áður var landfylling þar sem menn losuðu sig við mengaðan úrgang, að minningagarði um þá sem hafa látist úr Covid-19. Getty Bandaríska alríkislögreglan framkvæmdi rannsókn á gamalli landfyllingu í Jersey City í október síðastliðnum, eftir að maður sagðist á dánarbeðinu hafa grafið líkamsleifar verkalýðsforingjans Jimmy Hoffa þar niður í stáltunnu. Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira
Talsmaður FBI hefur staðfest við New York Times að leit hafi farið fram á Skyway Park svæðinu og að gögn sem safnað var séu í rannsókn en minntist hvorki á nafn Hoffa né tiltók hvenær mögulegur uppgröftur myndi mögulega eiga sér stað. Lögregla hefur áður hlaupið til vegna nýrra ábendinga um mögulegan hvíldarstað Hoffa og meðal annars framkvæmt leitir á bóndabæ, í heimreið og undir sundlaug í Michigan, þar sem Hoffa sást síðast á lífi fyrir utan veitingastað. Dan Moldea, blaðamaður og sérfræðingur í Hoffa, segir hins vegar vel mögulegt að verkalýðsforinginn sé sannarlega grafin á umræddu svæði í New Jersey en sú tilgáta er meðal annars studd gögnum frá 1975 og 1979, þegar lögreglu bárust ábendingar um að líkamsleifar Hoffa hefðu verið grafnar í landfyllingu. Margar sögur um dauða Hoffa enda á þann veg að honum er komið fyrir í tunnu í landfyllingu. Þá er mafíuforinginn Anthony Provenzano sagður hafa fyrirskipað morðið en Hoffa átti að hitta hann daginn sem hann hvarf.Getty Ábendingin sem unnið er eftir nú kemur frá Frank nokkrum Cappola, sem var staddur með föður sínum við landfyllinguna einn sumardag árið 1975 þegar svarta limósínu bar að garði. Frank gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast en á dánarbeðinu sagði faðir hans honum að mennirnir í limósínunni, þeirra á meðal eigandi landfyllingarinnar, Phil Moscato, hefðu tilkynnt honum að lík Jimmy Hoffa væri á leiðinni. Sagan segir að Hoffa hafi verið komið fyrir í tunnunni, með hausinn á undan, og grafinn af föður Frank. Til að villa um fyrir lögreglu, sem fylgdist með svæðinu, gróf hann einnig niður fjölda annarra stáltunna. „Þeir skönnuðu jörðina og fundu tunnur,“ sagði hinn 19 ára Isaac Suarez, starfsmaður sorpþjónustufyrirtækis á svæðinu um leit FBI. Hann sagði staðsetninguna fullkomlega lógíska. „Ef þú værir að reyna að fela einhvern sem þú myrtir, myndir þú þá ekki vilja gera það beint fyrir framan nefið á fólki en samt ekki?“ Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar Sjá meira