Sara Sigmunds í forsíðumyndatöku í kirkju í Sutton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 09:00 Sara Sigmundsdóttir krossaði fingur þegar hún talað um möguleika sinn á því að keppa á CrossFit móti í desember, átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir eyðir vetrarmánuðunum í Dúbaí að undirbúa sig fyrir fyrsta CrossFit mótið eftir krossbandsslit. Hún skrapp samt til Englands og Íslands í síðustu viku enda kalla fyrirsætustörfin á okkar konu á milli heimsálfa. Meðal verkefna í Englandi voru tvær forsíðumyndatökur, önnur í vöruhúsi WIT og hin á enn óvenjulegri stað. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara var mætt til Englands til að undirbúa svartan fössara fyrir WIT sem er einmitt að framleiða íþróttavörulínu Söru. Menn hjá WIT ætla greinilega að selja mikið af Söru vörum á svarta föstudeginum í næstu viku. WIT setti saman myndband með því sem á gekk hjá Söru í Bretlandi og má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. „Þetta hefur verið erilsöm en mjög skemmtileg vika,“ sagði Sara Sigmundsdóttir sem hefur alltaf nóg að gera þessa dagana þegar hún lendir í Englandi. „Ég fór í flotta myndatöku í gær fyrir tímarit og hún var í kirkju. Ég hef aldrei farið áður í myndatöku í kirkju. Það var hápunktur ferðarinnar,“ sagði Sara. „Ég kom frá Dúbaí á sunnudaginn og náði mjög góðum æfingadegi á mánudaginn. Ég náði fullum æfingadegi og einum fundi. Þriðjudagurinn og miðvikudagurinn voru mjög þéttir og þessi fimmtidagur hófst á hópæfingum með öllu WIT liðinu,“ sagði Sara. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8ykyQM2854M">watch on YouTube</a> „Ég fékk að þjálfa allt starfsfólkið hjá WIT, Ég veit ekki hvað eru mörg ár síðan ég þjálfaði síðast. Það var stórkostlegt og þvílíkt gaman. Andrúmsloftið var þannig að það minntir þig á það af hverju þú ert í CrossFit og af hverju þú elskar að gera þessar æfingar. Góð tónlist, allir á fullu og það voru líka allir að hvetja hverja aðra,“ sagði Sara „Það er smá fundur í dag og svo fer ég heim til Íslands. Svo flýg ég aftur til Dúbaí og reyni að undirbúa mig fyrir Dúbaí Championship,“ sagði Sara. Sara krosslagði fingurnar í framahaldinu en hún eins og aðrir vita að það þarf mikið að ganga upp svo hún getir keppt á CrossFit móti aðeins átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð. CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Meðal verkefna í Englandi voru tvær forsíðumyndatökur, önnur í vöruhúsi WIT og hin á enn óvenjulegri stað. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) Sara var mætt til Englands til að undirbúa svartan fössara fyrir WIT sem er einmitt að framleiða íþróttavörulínu Söru. Menn hjá WIT ætla greinilega að selja mikið af Söru vörum á svarta föstudeginum í næstu viku. WIT setti saman myndband með því sem á gekk hjá Söru í Bretlandi og má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. „Þetta hefur verið erilsöm en mjög skemmtileg vika,“ sagði Sara Sigmundsdóttir sem hefur alltaf nóg að gera þessa dagana þegar hún lendir í Englandi. „Ég fór í flotta myndatöku í gær fyrir tímarit og hún var í kirkju. Ég hef aldrei farið áður í myndatöku í kirkju. Það var hápunktur ferðarinnar,“ sagði Sara. „Ég kom frá Dúbaí á sunnudaginn og náði mjög góðum æfingadegi á mánudaginn. Ég náði fullum æfingadegi og einum fundi. Þriðjudagurinn og miðvikudagurinn voru mjög þéttir og þessi fimmtidagur hófst á hópæfingum með öllu WIT liðinu,“ sagði Sara. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=8ykyQM2854M">watch on YouTube</a> „Ég fékk að þjálfa allt starfsfólkið hjá WIT, Ég veit ekki hvað eru mörg ár síðan ég þjálfaði síðast. Það var stórkostlegt og þvílíkt gaman. Andrúmsloftið var þannig að það minntir þig á það af hverju þú ert í CrossFit og af hverju þú elskar að gera þessar æfingar. Góð tónlist, allir á fullu og það voru líka allir að hvetja hverja aðra,“ sagði Sara „Það er smá fundur í dag og svo fer ég heim til Íslands. Svo flýg ég aftur til Dúbaí og reyni að undirbúa mig fyrir Dúbaí Championship,“ sagði Sara. Sara krosslagði fingurnar í framahaldinu en hún eins og aðrir vita að það þarf mikið að ganga upp svo hún getir keppt á CrossFit móti aðeins átta mánuðum eftir krossbandsaðgerð.
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira