Þegar ég verð stór mun ég fá miklu hærri laun en þú! Tinna Hallbergsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 10:31 „Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Mamma, vonandi nær pabbi að fá meira en þú í laun bráðum.“ Uuuuuh, ekki alveg það sem ég átti von á að heyra á þriðjudagseftirmiðdegi úr munni 11 ára gamals sonar míns. „Pabbi vinnur miklu erfiðara starf en þú, þú situr bara við skrifborð allan daginn.“ Þessar setningarnar komu svo sem ekki alveg út úr þurru lofti. Í gær áttu maður minn og sonur nefnilega eitt af sínum djúpu samtölum um lífið og tilveruna og hann fékk að vita hvað ég og pabbi hans erum með í laun. Ég var ekki alveg viss um hvernig ég ætti að fara út í umræðuna um mismunandi verðmat starfa, um líkamlega erfið störf vs. störf sem krefjast sérfræðimenntunar og um kvenna vs. karlastéttir. Ég ákvað því að sleppa þessari umræðu… í bili. Það vill þannig til að ég er með umtalsvert hærri laun en maðurinn minn, enda er ég með meistaragráðu á mínu sviði og er í stjórnunarstarfi. Maðurinn minn er með grunnskólapróf og sinnir líkamlega erfiðu starfi á sviði viðhalds vinnuvéla þar sem há laun tíðkast ekki. En maðurinn minn gerir mikið úr því að láta börnin okkar vita af þessum launamuni og nýtir upplýsingarnar til að impra á því að hann sé alls ekki algengur í þjóðfélaginu okkar í dag. Í raun er mun algengara að karlar séu með hærri laun en konur, jafnvel þótt þau vinni sama starfið. Sem fékk son minn til að koma með annan gullmola: „Mamma, þegar ég verð stór mun ég sko fá miklu meira en þú í laun.“ Þetta sagði hann full glaðhlakkalega fyrir minn smekk, eins og það væri heilagur sannleikur að karlar fái greitt meira en konur og að það myndi ávallt vera þannig. Þetta er sami drengur og kallaði „Sexism“ hátt og snjallt þegar hann komst að því að strigaskórnir sem hann langaði í væru ætlaðir konum. Það stoppaði hann sko ekki í að kaupa skóna, hann var hæstánægður með þá og sýndi besta vininum skóna fullur gleði og tilkynnti hátt og snjallt „þetta eru sko konuskór“. Já, jafnréttið er víst ekki einfalt og það er erfitt að breyta rótgróinni hugsun. Sérstaklega þegar við þurfum að fá þá sem eru að græða á óréttlætinu til að breyta því. Það dugar nefnilega ekki að segja konum að þær þurfi að vera svo duglegar og láta ekki bjóða sér hvað sem er, ef karlar halda áfram að græða á kerfinu, án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Ef við treystum á að launabilið muni minnka af sjálfu sér með tíð og tíma, þurfum við líklega að bíða ansi lengi. Ef eitthvað er að marka son minn, sem hefur alist upp við jafnréttissinnaða foreldra sem nýta hvert tækifæri til að opna augu hans fyrir ójafnrétti, þá hef ég grun um að næsta kynslóð sé ekki að fara að jafna þetta út án sterkari aðgerða. Út frá þessu fór ég að hugsa um hugmyndina um kynjakvóta í framkvæmdastjórnir. Ég er ein af þeim sem fannst kynjakvótar upphaflega vera algjört kjaftæði. Að sjálfsögðu á bara að velja hæfasta einstaklinginn í starfið. En það sem ég hef uppgötvað er að þetta er ekki svona einfalt. Við erum öll með ómeðvitaða hlutdrægni á einhverju sviði og þetta hefur oft áhrif á kynjahlutföll í ráðningum. Það er t.d. frægt að þegar sinfóníuhljómsveitir tóku upp blindar áheyrnarprufur, þar sem hljóðfæraleikar fluttu tónlist á bak við tjald, svo dómarar sæju ekki umsækjendurna, jókst hlutfall kvenna umtalsvert frá því sem áður var. Kannski þurfum við á kynjakvóta að halda í framkvæmdastjórnum á meðan við náum að breyta þessum fyrirfram ákveðnu staðalímyndum að karlar séu betri stjórnendur en konur. Af hverju er bara ein kona forstjóri skráðs fyrirtækis í Kauphöllinni? Það er svo sannarlega ekki af því að jafnhæfar eða hæfari kvenstjórnendur finnist ekki. En getur verið að það sé vegna þess að þeir sem ákveða hvern skal ráða í starfið hafi ómeðvitaða hlutdrægni sem refsar konum, en upphefur karlmenn? Höfundur er stjórnandi með brennandi áhuga á jafnrétti kynjanna og félagskona í FKA.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun