Greip stúlkuna í skyndifæðingu og tók óvænt á móti systur hennar sex árum síðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:23 Guðmundur og félagi hans rétt eftir að stúlkan kom í heiminn um helgina. úr einkasafni Sjúkraflutningamaður, sem fyrir einskæra tilviljun tók á móti barni hjá sömu móður með sex ára millibili, veit ekki til þess að slíkt hafi komið fyrir áður. Fagnaðarfundir urðu þegar foreldrarnir áttuðu sig á tilviljuninni og heilbrigð stúlka kom í heiminn nokkrum mínútum síðar. Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“ Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Guðmundur Guðjónsson bráðatæknir var að aka Bústaðaveginn eftir útkall á laugardag þegar hann og félagi hans fengu meldingu um að kona væri komin með hríðir í húsi skammt frá. Af tilkynningu mátti ráða að engan tíma hefði verið að missa. „Og þegar ég er búin að kynna mig spyr hún hvort það geti ekki verið að ég hafi tekið á móti fyrra barni hjá henni. Ég kannaðist ekki alveg við það strax en svo kveikti ég á perunni þegar hún rifjaði upp staðsetninguna. En þarna var ég komin í annað skipti að taka á móti hennar þriðja barni,“ segir Guðmundur. Eldri systurnar tvær dást að þeirri yngstu.úr einkasafni Ofsalega þakklát Fæðingin gekk ljómandi vel og stúlkan kom raunar í heiminn nokkrum mínútum eftir að Guðmundur mætti á staðinn. Þá hitti hann eldri systur hennar, þá sem hann tók á móti í skyndilegri heimafæðingu 2015, en þó áður en hann áttaði sig á tilviljuninni. „Þau voru ofsalega þakklát og fannst það skemmtilegt eins og mér að ég skyldi lenda í þessu með þeim aftur. Þannig að það voru allir ánægðir og glaðir. Við fórum öll sem tókum þátt í þessu verkefni glöð heim eftir þennan dag.“ Mæðurnar eru hetjurnar Þó að Guðmundur hafni því hógvær að nokkur dramatík hafi einkennt fæðingarnar tvær rataði sú fyrri einnig í fjölmiðla á sínum tíma. „Lítilli telpu lá svo á í heiminn að sjúkraflutningamaðurinn þurfti eiginlega að grípa hana“, segir í frétt DV um málið fyrir sléttum sex árum. Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir hugar að nýfæddri stúlkunni. Kristbjörg tók einnig á móti eldri systur hennar fyrir sex árum.úr einkasafni Þá jók það á flækjustigið á laugardag að grunur lék á að fjölskyldan væri smituð af Covid - grunur sem síðar var staðfestur, og útskýrir klæðnað ljósmóðurinnar. Guðmundur segir engan vafa á hverjar hetjurnar séu við heimafæðingar. „Við gerum svosem ekki mikið. Móðirin sér um þetta. Það er hún sem stjórnar ferðinni. Þegar kona segist þurfa að fæða þá vitum við að hún er að fara að fæða.“
Sjúkraflutningar Börn og uppeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira