Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 20:02 Inga Sæland er fulltrúi Flokks fólksins í undirbúningskjörbréfanefnd. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20