Þegar pilturinn Eiríkur var hálshöggvinn á Eskifirði Kristján Már Unnarsson skrifar 15. nóvember 2021 21:41 Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi og leiðsögumaður á Mjóeyri við Eskifjörð. Arnar Halldórsson Ferðamenn sem áhuga hafa á myrkum atburðum Íslandssögunnar gætu bætt Mjóeyri við Eskifjörð á listann. Þar má sjá leiði liðlega tvítugs pilts sem leiddur var á höggstokkinn árið 1786 í hroðalegri aftöku, þeirri síðustu á Austurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var Mjóeyri heimsótt en hún er í jaðri byggðarinnar á Eskifirði. Þar er leiði Eiríks Þorlákssonar, sem fæddur var á Þorgrímsstöðum í Breiðdal árið 1765 en hálshöggvinn 21 árs gamall. Eskifjörður árið 1836. Myndin er eftir franska teiknarann Auguste Mayer, sem var í Íslandsleiðangri Paul Gaimards.Teikning/Auguste Mayer „Þetta er síðasta aftaka á Austurlandi og með þeim síðustu á Íslandi,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri, og vísar okkur á leiðið. Á Berufjarðarströnd hafði Eiríkur drepið pilt sem hafði verið með honum í gengi þriggja pilta í Breiðdal sem lögðust út og stálu sér til matar á tíma móðuharðindanna þegar hungursneyð var í landinu. Úr Breiðdal. Eiríkur Þorláksson var fæddur á Þorgrímsstöðum árið 1765.Friðrik Þór Halldórsson Aftakan fór fram árið 1786, sama ár og Eskifjörður og Reykjavík hlutu kaupstaðarréttindi. „Og settur hér upp höggstokkur og hann leiddur í járnum hér út þorpið og hálshöggvinn hér á Mjóeyri.“ Böðullinn var bóndi í Norðfirði, Björn að nafni, að sögn Sævars. Sá átti sjálfur eitthvað sökótt við yfirvaldið en gat unnið sér sakaruppgjöf með því að hálshöggva Eirík. Lýsingar á aftökunni eru óhugnanlegar en sagan segir að höfuðið hafi farið af í sjöunda höggi. Leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri.Arnar Halldórsson „Öxin var bitlaus og Björn að sjálfsögðu draugfullur við þetta verkefni. Og einhverjar sögur segja að það hafi verið hérna danskur skipstjóri sem hafi nú ekki getað horft upp á þetta en klárað verkið,“ segir Sævar. Fleiri sögur frá Eskifirði eru sagðar í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var Mjóeyri heimsótt en hún er í jaðri byggðarinnar á Eskifirði. Þar er leiði Eiríks Þorlákssonar, sem fæddur var á Þorgrímsstöðum í Breiðdal árið 1765 en hálshöggvinn 21 árs gamall. Eskifjörður árið 1836. Myndin er eftir franska teiknarann Auguste Mayer, sem var í Íslandsleiðangri Paul Gaimards.Teikning/Auguste Mayer „Þetta er síðasta aftaka á Austurlandi og með þeim síðustu á Íslandi,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri, og vísar okkur á leiðið. Á Berufjarðarströnd hafði Eiríkur drepið pilt sem hafði verið með honum í gengi þriggja pilta í Breiðdal sem lögðust út og stálu sér til matar á tíma móðuharðindanna þegar hungursneyð var í landinu. Úr Breiðdal. Eiríkur Þorláksson var fæddur á Þorgrímsstöðum árið 1765.Friðrik Þór Halldórsson Aftakan fór fram árið 1786, sama ár og Eskifjörður og Reykjavík hlutu kaupstaðarréttindi. „Og settur hér upp höggstokkur og hann leiddur í járnum hér út þorpið og hálshöggvinn hér á Mjóeyri.“ Böðullinn var bóndi í Norðfirði, Björn að nafni, að sögn Sævars. Sá átti sjálfur eitthvað sökótt við yfirvaldið en gat unnið sér sakaruppgjöf með því að hálshöggva Eirík. Lýsingar á aftökunni eru óhugnanlegar en sagan segir að höfuðið hafi farið af í sjöunda höggi. Leiði Eiríks Þorlákssonar á Mjóeyri.Arnar Halldórsson „Öxin var bitlaus og Björn að sjálfsögðu draugfullur við þetta verkefni. Og einhverjar sögur segja að það hafi verið hérna danskur skipstjóri sem hafi nú ekki getað horft upp á þetta en klárað verkið,“ segir Sævar. Fleiri sögur frá Eskifirði eru sagðar í þættinum Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Fjarðabyggð Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Biðla til ráðherra um að opna rannsókn um flóttateymið Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Agnes hlyti í dag fjórtán ára dóm fyrir morðið á Natan Refsidómur í hinu fræga morðmáli Natans Ketilssonar yrði mildaður til muna ef réttað væri í málinu með nútímaréttarfari. Agnes Magnúsdóttir hlyti fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. 9. september 2017 19:09