Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:44 Wagstaff systkinin með föðurömmu sinni. Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu. Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu.
Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13
Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14