Erfið stund þegar Óskar kvaddi: „Verður sárt saknað en við virðum hans val“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 12:31 Óskar Örn Hauksson vann til fjölda titla með KR og er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins. vísir/bára „Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að hafa horft á eftir leikja- og markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana. Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana.
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira