Segir að Anníe Mist hafi átt næstum því eins tilkomumikinn feril og Toomey Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2021 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir hefur komist sex sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit og það liðu ellefu ár frá fyrstu verðlaunum hennar 2010 og bronsinu hennar í ár. Instagram/@anniethorisdottir Engin kona hefur unnið fleiri heimsmeistaratitla í CrossFit en Ástralinn ósigrandi Tia Clair Toomey en það má ekki vanmeta hvað íslenska goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir hefur gert fyrir íþróttina og Morning Chalk Up minnir CrossFit heiminn einmitt á það í nýrri grein. Anníe Mist hefur án nokkurs vafa gulltryggt nafn sitt meðal þeirra allra bestu í sögu CrossFit íþróttarinnar með frammistöðu sinni á árinu 2021. Það sést líka á stemmningunni í greininni „Why Annie Thorisdottir’s Career is (Almost) as Impressive as Tia-Clair Toomey’s“ á þekkta CrossFit netmiðlinum Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe hefur komist á verðlaunapall á tveimur af stærstu mótum ársins og það ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Hún fylgdi þriðja sætinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational stórmótinu. Enn meðal þeirra bestu eftir þrettán ár Anníe hefur í raun aldrei verið betri en auðvitað hefur samkeppnin aukist mikið frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Það er því enn magnaðri staðreynd að löngu eftir að hennar „kynslóð“ er hætt að keppa þá er Anníe enn að fóta sig vel meðal þeirra bestu í heimi. Anníe er 32 ára gömul og þrettánda ári að stunda ein mest krefjandi íþrótt í heimi. Blaðmaður Morning Chalk Up fór því að velta fyrir sér hvaða CrossFit kona ætti tilkomumesta ferilinn í sögunni og það ætti að vera auðveld spurning að svara eða hvað? View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástralinn Tia Clair Toomey hefur eignað sér fyrsta sætið á flestum listum með því að vinna heimsmeistaratitilinn fimm ár í röð og oftast með miklum yfirburðum. Hann taldi þó ástæða til að minna menn á afrekaskrá Anníe. Toommey sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri Anníe minnti líka Tiu á sig á Rogue Invitational á dögunum þar sem íslenska ofurkonan var í forystu fyrir lokadaginn. Toomey vann á endanum en hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri á móti á síðustu árum. Anníe vann hug og hjörtu allra með slíkri endurkomu en hún var þarna að komast í sjötta sinn á verðlaunapall á heimsleikunum. Anníe Mist er líka mikill brautryðjandi í íþróttinni og enn á fullu þrettán árum eftir að hún byrjaði að keppa. Áhrif hennar á íþróttina eru gríðarleg síðan að hún varð sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika í röð árið 2012. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Framkoma Anníe, bros hennar og útgeislun sama hvernig gengur, hefur heillað alla upp úr skónum frá fyrstu tíð en um leið setti hún tóninn sem fyrirmynd þeirra sem eftir komu. Sú langnæstbesta Afrekaskráin, talin í heimsmeistaratitlum og stigum, er því Toomey mikið í hag en þegar kemur að svo mörgu í sögu og þróun CrossFit íþróttarinnar þá er íslenska CrossFit konan svo mikill áhrifavaldur. Blaðamaður Morning Chalk Up viðurkennir að það sé ekki hægt að ganga framhjá Tiu Clair Toomey sem þá bestu í sögunni en um leið ættu allir að vera sammála um það að Anníe sé sú langnæstbesta. Það er hægt að lesa greinina alla hér en hún er þó læst fyrir aftan áskriftarvegg Morning Chalk Up síðunnar. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Anníe Mist hefur án nokkurs vafa gulltryggt nafn sitt meðal þeirra allra bestu í sögu CrossFit íþróttarinnar með frammistöðu sinni á árinu 2021. Það sést líka á stemmningunni í greininni „Why Annie Thorisdottir’s Career is (Almost) as Impressive as Tia-Clair Toomey’s“ á þekkta CrossFit netmiðlinum Morning Chalk Up. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe hefur komist á verðlaunapall á tveimur af stærstu mótum ársins og það ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Hún fylgdi þriðja sætinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational stórmótinu. Enn meðal þeirra bestu eftir þrettán ár Anníe hefur í raun aldrei verið betri en auðvitað hefur samkeppnin aukist mikið frá því að hún steig fyrst fram á sjónarsviðið. Það er því enn magnaðri staðreynd að löngu eftir að hennar „kynslóð“ er hætt að keppa þá er Anníe enn að fóta sig vel meðal þeirra bestu í heimi. Anníe er 32 ára gömul og þrettánda ári að stunda ein mest krefjandi íþrótt í heimi. Blaðmaður Morning Chalk Up fór því að velta fyrir sér hvaða CrossFit kona ætti tilkomumesta ferilinn í sögunni og það ætti að vera auðveld spurning að svara eða hvað? View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Ástralinn Tia Clair Toomey hefur eignað sér fyrsta sætið á flestum listum með því að vinna heimsmeistaratitilinn fimm ár í röð og oftast með miklum yfirburðum. Hann taldi þó ástæða til að minna menn á afrekaskrá Anníe. Toommey sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri Anníe minnti líka Tiu á sig á Rogue Invitational á dögunum þar sem íslenska ofurkonan var í forystu fyrir lokadaginn. Toomey vann á endanum en hefur sjaldan þurft að hafa eins mikið fyrir sigri á móti á síðustu árum. Anníe vann hug og hjörtu allra með slíkri endurkomu en hún var þarna að komast í sjötta sinn á verðlaunapall á heimsleikunum. Anníe Mist er líka mikill brautryðjandi í íþróttinni og enn á fullu þrettán árum eftir að hún byrjaði að keppa. Áhrif hennar á íþróttina eru gríðarleg síðan að hún varð sú fyrsta til að vinna tvo heimsleika í röð árið 2012. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Framkoma Anníe, bros hennar og útgeislun sama hvernig gengur, hefur heillað alla upp úr skónum frá fyrstu tíð en um leið setti hún tóninn sem fyrirmynd þeirra sem eftir komu. Sú langnæstbesta Afrekaskráin, talin í heimsmeistaratitlum og stigum, er því Toomey mikið í hag en þegar kemur að svo mörgu í sögu og þróun CrossFit íþróttarinnar þá er íslenska CrossFit konan svo mikill áhrifavaldur. Blaðamaður Morning Chalk Up viðurkennir að það sé ekki hægt að ganga framhjá Tiu Clair Toomey sem þá bestu í sögunni en um leið ættu allir að vera sammála um það að Anníe sé sú langnæstbesta. Það er hægt að lesa greinina alla hér en hún er þó læst fyrir aftan áskriftarvegg Morning Chalk Up síðunnar.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Fleiri fréttir Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira